fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Pressan

Eru skurðlæknirinn og unnusta hans kaldrifjað par sem hefur deyft konur og nauðgað þeim?

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 25. september 2018 23:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Newport Beach er viðkunnanlegur strandbær nærri Los Angeles. Bærinn er vinsæll meðal ferðamanna, hvort sem þeir eru í leit að rómantískri helgi eða vilja skella sér á brimbretti. En undanfarna daga hefur bærinn komist í kastljós fjölmiðla vegna öllu neikvæðari hluta.

Skurðlæknirinn Grant Robicheaux, 38 ára, og unnusta hans Cerissa Riley, 31 árs, hafa verið handtekin og ákærð fyrir að hafa deyft konur og misnotað þær kynferðislega. Enn sem komið er hafa þau „aðeins“ verið ákærð fyrir brot gegn tveimur konum en saksóknari í Orange County segir að hugsanlega muni talan hækka og að fórnarlömbin geti verið mörg hundruð.

Lögreglan hefur fundið mörg hundruð, hugsanlega fleiri en eitt þúsund, myndbönd á farsímum parsins þar sem sjá má hálfmeðvitundarlausar konur og virðist sem margar þeirra hafa ekki verið í ástandi til að samþykkja að stunda kynlíf. Riley sést á mörgum myndanna. Saksóknarinn segir að því telji yfirvöld að fórnarlömbin geti verið mjög mörg.

Önnur ákæran snýr að máli 32 ára konu sem hitti parið í apríl 2016 á veitingastað í Newport Beach. Skömmu síðar buðu þau henni í samkvæmi og þegar hún var orðin drukkin fóru þau með hana heim til sín, gáfu henni lyf og nauðguðu. Allt var þetta tekið upp á myndband að sögn saksóknara. Lyfjaleifar fundust í blóði konunnar en hún skýrði lögreglunni frá málinu næsta dag.

Sex mánuðum síðar hitti parið aðra konu á bar og fékk hana heim með sér. Saksóknari segir að konan hafi vaknað þegar verið var að nauðga henni og hafi byrjað að öskra. Nágranni hringdi þá í lögregluna. Ekki er vitað hvort þetta ofbeldi var tekið upp en saksóknari segir að parið virðist yfirleitt hafa notað sömu aðferðina til að velja fórnarlömb sín. Riley fór þá og talaði við konu og bauð síðan Robicheaux til þeirra skömmu síðar.

Við leit heima hjá parinu í janúar fann lögreglan mikið magn af eiturlyfjum, þar á meðal efni sem nefnist GBH en það skerðir meðvitund og dregur úr hömlum fólks og er stundum nefnt nauðgunarlyf.

Riley og Robicheaux voru handtekin í byrjun september en voru látin laus gegn tryggingu. Þau neita sök í málinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Bankabækur Dana tútna út

Bankabækur Dana tútna út
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Reyndi að svindla á reglunum varðandi samakstur – Lögreglan sá við honum

Reyndi að svindla á reglunum varðandi samakstur – Lögreglan sá við honum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Játar að hafa skotið 14 mánaða hundinn sinn

Játar að hafa skotið 14 mánaða hundinn sinn