fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Pressan

Mynd um morð á 14 ára dreng sýnd í barnaskólum

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 19. september 2018 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimildarmynd um skelfileg örlög hins fjórtán ára Breck Bednar verður sýnd í barnaskólum í Bretlandi til að vekja athygli á þeim hættum sem kunna að leynast á netinu.

Breck var myrtur árið 2014 eftir að hafa kynnst manni á netinu. Pilturinn sagði foreldrum sínum kvöldið örlagaríka að hann væri að fara gista hjá vini sínum þegar raunin var sú að hann var að fara hitta væntanlegan morðingja sinn, Lewis Daynes sem var 18 ára á þessum tíma.

Breck og Lewis höfðu kynnst í gegnum tölvuleik sem þeir spiluðu á netinu. Talið er að Daynes, sem var dæmdur í lífstíðarfangelsi árið 2015, hafi skipulagt morðið vandlega áður en hann lét til skarar skríða. Áður en hann stakk hann til bana braut hann kynferðislega á Breck.

Móðir fórnarlambsins, Lorin LaFave, kemur meðal annars fram í myndinni sem heitir Breck’s Last Game.

Í myndinni segir Lorin að hætturnar leynist víða á netinu. :arna hafi eldri drengur, fyrirmynd í augum Brecks, sett sig í samband við hann og lokkað hann í gildru. Myndin verður sýnd næsta vor og er um að ræða samvinnuverkefni skólayfirvalda og lögreglu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Bankabækur Dana tútna út

Bankabækur Dana tútna út
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Reyndi að svindla á reglunum varðandi samakstur – Lögreglan sá við honum

Reyndi að svindla á reglunum varðandi samakstur – Lögreglan sá við honum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Játar að hafa skotið 14 mánaða hundinn sinn

Játar að hafa skotið 14 mánaða hundinn sinn