fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Pressan

5 ástæður þess að fellibylurinn Florence er metinn jafn hættulegur og raun ber vitni

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 13. september 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fellibylurinn Florence byrjar að láta að sér kveða á austurströnd Bandaríkjanna í kvöld og óttast sérfræðingar mjög að hann muni valda miklu tjóni. CNN hefur tekið saman fimm ástæður þess að Florence er talinn jafn hættulegur og raun ber vitni.

1. Hann er mjög öflugur og óútreiknanlegur

Florence hefur þegar sýnt að hann er að nokkru leyti óútreiknanlegur. Hann fór úr því að vera annars stigs fellibylur yfir í að verða fjórða stigs fellibylur á aðeins nokkrum klukkustundum. Í nótt minnkaði styrkur hans aftur en engu að síður telja veðurfræðingar að hann muni að líkindum sækja í sig veðrið þegar hann kemur að landi.

2. Hann gæti orðið mjög langlífur

Um það leyti sem Florence gengur á land mun vindur af sjó ganga niður. Þetta gæti gert það að verkum að fellibylurinn sitji fastur yfir Norður- og Suður-Karólínu þar sem hann mun gera mikinn óskunda í langan tíma, jafnvel nokkra daga. Strandsvæði ríkjanna tveggja gætu þannig upplifað mjög öflugan fellibyl, samfellt í rúman sólarhring. Þessi mikli og stöðugi vindur gæti valdið miklu tjóni, til dæmis á húsum.

3. Mikil hætta á sjávarflóðum

Þvert á það sem margir kynnu að halda er vindurinn ekki það sem menn óttast mest. Hætta er á stórflóðum af völdum áhlaðanda. Eins og segir orðrétt á Wikipedia er áhlaðandi breyting á stöðu sjávar á lágþrýstingssvæði vegna þess að sterkir vindar þrýsta á yfirborð vatnsins og öldurnar hrannast upp fyrir venjulega sjávarhæð. Í grunnu vatni við ströndina, til dæmis á háflóði, getur mikill áhlaðandi valdið sjávarflóði. Brock Long, yfirmaður hjá almannavörnum Bandaríkjanna, segir að áhlaðandi geti valdið mestu manntjóni og mestu fjárhagstjóni. Svörtustu spar gera ráð fyrir að fjölmörg svæði við ströndina fari á kaf.

4. Mikil flóð inni í landi

Fyrir utan sjávarflóðin er Florence talinn innihalda gríðarlega úrkomu. Eins og segir í öðrum lið gæti Florence orðið mjög langlífur sem þýðir að hann mun dæla mikilli úrkomu á afmörkuð svæði í langan tíma. Til marks um þessa úrkomu er þess getið í umfjöllun CNN að úrkoman á vissum svæðum í Norður-Karólínu verði rúmir 100 sentímetrar, sem jafngildir meðalársúrkomu í höfuðborginni Washington D.C. Það sem gerir þetta enn verra er sú staðreynd að mikið hefur rignt að undanförnu í Norður-Karólínu og óvíst er hversu mikilli úrkomu jarðvegurinn getur tekið við.

5. Hann herjar á íbúa sem ekki eru vanir miklum fellibyljum

Íbúar Karólínuríkjanna tveggja munu væntanlega finna mest fyrir Florence. Þegar fellibyljatímabilin hefjast sleppur austurströnd Bandaríkjanna oft ágætlega, að minnsta kosti betur en önnur svæði, til dæmis við Mexíkóflóa. 29 ár eru liðin síðan fellibylurinn Hugo olli miklu tjóni á svæðinu en síðan þá hefur íbúafjöldi aukist mjög. „Það búa nú um fjórðungi fleiri á svæðinu frá Charleston í Suður-Karólínu til Morehad City í Norður-Karólíníu en þegar Hugo reið yfir. Margir þeirra sem búa hér hafa aldrei séð jafn öflugan fellibyl og hafa ekki hugmynd um hvað gæti verið í vændum,“ segir Chad Myers, veðurfræðingur CNN að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Bankabækur Dana tútna út

Bankabækur Dana tútna út
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Reyndi að svindla á reglunum varðandi samakstur – Lögreglan sá við honum

Reyndi að svindla á reglunum varðandi samakstur – Lögreglan sá við honum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Játar að hafa skotið 14 mánaða hundinn sinn

Játar að hafa skotið 14 mánaða hundinn sinn