fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Pressan

Þess vegna hræðast Bandaríkjamenn Florence svo mikið

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 12. september 2018 05:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fellibylurinn Florence stefnir nú að austurströnd Bandaríkjanna. Yfirvöld eru með mikinn viðbúnað vegna Florence en hún verður líklegast öflugasti fellibylurinn sem hefur skollið á Bandaríkjunum í hálfa öld. Verið er að flytja 1,7 milljónir manna frá heimilum sínum í þeim þremur ríkjum sem spár gera ráð fyrir að Florence skelli á.

Í nótt var Florence um 1.200 km suðaustan við Cape Fear í Norður-Karólínu. Vindstyrkur hennar er mikill en hann hefur mælst allt að 225 km/klst í hviðum. Reiknað er með að Florence taki land í Bandaríkjunum aðfaranótt föstudags að íslenskum tíma. Henni fylgir sterkur vindur og mikil úrkoma.

Donald Trump, forseti, hefur lýst yfir neyðarástandi í Norður-Karólínu, Suður-Karólínu og Virginíu en það þýðir að ríkin munu fá aðstoð frá alríkinu við að takast á við afleiðingar Florence. Roy Cooper, ríkisstjóri í Norður-Karólínu, sagði í gær að Florence væri skrímsli, lífshættulegur fellibylur.

Sérfræðingar óttast afleiðingar Florence þegar hún tekur land en það eru aðallega þrjú atriði sem auka á áhyggjur manna.

Sjávarhiti er einni og hálfri gráðu hærri en venjulega sem þýðir að Florence fær aukinn kraft og meiri rigning fylgir henni.

Vindmynstur hafa í för með sér að Florence er mjög öflug og verður það.

Florence nær yfir gríðarlega stórt svæði og áhrifa hennar mun því gæta á mjög stóru svæði.

Hér sést áhrifasvæði Florence. Mynd:The National Hurricane Center

Ken Graham, yfirmaður fellibyljamiðstöðvarinnar í Miami hefur miklar áhyggjur af Florence og segist hræðast hana mjög mikið. Henni fylgi mikil úrkoma, mikil flóð og vindstyrkurinn sé mikill. Fellibyljamiðstöðin reiknar með að úrkoman, sem fylgir Florence, verði um 60 sm en geti orðið allt að 90 sm á sumum svæðum.

Florence er í fjórða styrkleikaflokki fellibylja en þeir eru fimm, talið er að hún muni ná fimmta stigi áður en hún skellur á austurströndinni. Svo öflugur fellibylur hefur ekki skollið á ríkin þrjú, sem verða fyrir Florence, síðan 1954. Aðeins hafa tveir fellibyljir í fjórða styrkleikaflokki skollið á þessu svæði austurstrandarinnar síðan farið var að halda skrá yfir fellibylji í kringum 1850. Það var Hazel 1954 og Hugo 1989.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Bankabækur Dana tútna út

Bankabækur Dana tútna út
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Reyndi að svindla á reglunum varðandi samakstur – Lögreglan sá við honum

Reyndi að svindla á reglunum varðandi samakstur – Lögreglan sá við honum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Játar að hafa skotið 14 mánaða hundinn sinn

Játar að hafa skotið 14 mánaða hundinn sinn