fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Pressan

Hnífjafnt í sænsku þingkosningunum – Utankjörfundaratkvæði geta ráðið úrslitum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 10. september 2018 04:31

Stefan Löfvén forsætisráðherra Svíþjóðar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstaða sænsku þingkosninganna er nákvæmlega jafn erfið og skoðanakannanir höfðu bent til. Þegar búið er að telja 99,97 prósent atkvæða skilur aðeins einn þingmaður stóru pólitísku blokkirnar að. Rauð-græna blokkin hefur hlotið einum þingmanni meira en blokk borgaralegu flokkanna. Enn á eftir að ljúka við nákvæma talningu á nokkrum kjörstöðum og auk þess á eftir að telja um 200.000 utankjörfundaratkvæði.

Rauð-græna blokkin er nú með 144 þingmenn en borgaralega blokkin með 143. Svíþjóðardemókratarnir standa utan blokkanna og eru þeir með 62 þingmenn.

Það er ljóst að hvorug blokkin fékk yfir 50 prósent atkvæða en báðar hafa þær lýst sig sigurvegara kosninganna. Flóknar stjórnarmyndunarviðræður eru framundan því hvorug blokkin hefur áhuga á að starfa með Svíþjóðardemókrötunum en spurningin er hvort þær yfirlýsingar forystumannanna gleymist nú þegar kemur að stjórnarmyndunarviðræðum.

Annie Lööf, leiðtogi Miðflokksins, sagði við Aftonbladet í nótt að búast megi við að stjórnarmyndunarviðræður muni taka margar vikur eða mánuði.

Það eru um 30.000 atkvæði sem skilja blokkirnar að en talið er að um 200.000 utankjörfundaratkvæði muni berast nú eftir helgina og verða þau talin á miðvikudaginn. Stjórnmálaskýrendur telja að þau geti hugsanlega ráðið úrslitum.

Stefan Löfven, forsætisráðherra og leiðtogi jafnaðarmannaflokksins, sagði á kosningavöku flokksins í nótt að hann muni sitja áfram í embætti um hríð. Nú bíði það verkefni ábyrgra flokka að bíða lokaniðurstöðunnar og taka síðan til við samningaviðræður og samvinnu. Hann hefur algjörlega hafnað því að starfa með Svíþjóðardemókrötunum. Jafnaðarmannaflokkurinn tapaði minna fylgi en spáð var en hann tapaði 2,8 prósentustigum frá síðustu kosningum.

Moderaterne fengu 19,8 prósent atkvæða og töpuðu 3,5 prósentustigum frá síðustu kosningum.

Svíþjóðardemókratarnir fengu 17,6 prósent atkvæða og juku fylgi sitt um 4,7 prósentustig frá síðustu kosningum.

Miðflokkurinn fékk 8,6 prósent atkvæða og jók fylgi sitt um 2,5 prósentustig frá síðustu kosningum.

Vinstriflokkurinn fékk 7,9 prósent atkvæða og jók fylgi sitt um 2,2 prósentustig frá síðustu kosningum.

Kristilegir demókratar fengu 6,4 prósent atkvæða og bættu við sig 1,8 prósentustigi frá síðustu kosningum.

Frjálslyndir fengu 5,5 prósent atkvæða og bættu við sig 0,1 prósentustigi frá síðustu kosningum.

Flokkur græningja fékk 4,3 prósent atkvæða og tapaði 2,5 prósentustigum frá síðustu kosningum.

Þingið kemur saman eftir 14 daga og þá kjósa þingmenn um hver á að gegna embætti forsætisráðherra. Löfven verður þá að geta tryggt að hann njóti stuðnings meirihluta þeirra en það getur hann ekki ef borgaralega blokkin og Svíþjóðardemókratarnir kjósa gegn honum en flest bendir til að svo verði. Spurningin er því hvort Löfven tekst að sannfæra einhverja borgaralega flokka um að styðja hann í embætti og þar með ríkisstjórn rauðu og grænu flokkanna til að halda Svíþjóðardemókrötunum utan ríkisstjórnar og þar með gera þá nokkurn veginn áhrifalausa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kyn læknisins þíns getur haft sérstaka þýðingu

Kyn læknisins þíns getur haft sérstaka þýðingu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bankabækur Dana tútna út

Bankabækur Dana tútna út
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Reyndi að svindla á reglunum varðandi samakstur – Lögreglan sá við honum

Reyndi að svindla á reglunum varðandi samakstur – Lögreglan sá við honum