fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Pressan

Peningaþvættishneykslið í Danske Bank vex enn að umfangi – Hugsanlega mesta peningaþvættismál evrópskrar sögu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 5. september 2018 18:00

Danske Bank er stærsti banki Danmerkur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enn vex peningaþvættishneykslið sem Danske Bank, stærsti banki Danmerkur, er flæktur í. Á undanförnum mánuðum hefur komið fram að margir milljarðar danskra króna streymdu í gegnum útibú bankans í Eistlandi á undanförnum árum og er talið að þar hafi verið um peningaþvætti að ræða en engar haldbærar skýringar hafa fundist á þessum miklu fjármagnsflutningum.

En nú hefur enn bæst í hneykslið því á mánudaginn skýrði Financial Times frá því að 3.000 erlendir viðskiptavinir bankans hafi flutt 192 milljarða danskra króna í gegnum eistneska útibúið á aðeins einu ári, árið 2013. Grunur leikur á að hér hafi einnig verið um peningaþvætti að ræða. Ef rétt reynist þá er þetta hugsanlega stærsta peningaþvættismál í sögu evrópskra fjármálastofnana.

Upphæðirnar, sem fóru í gegnum eistneska útibúið, eru mjög háar fyrir ekki stærra útibú en þær svara til þess að hver þessara 3.000 viðskiptavina hafi flutt 60 milljónir danskra króna þar í gegn árið 2013.

Það eykur á grunsemdir um peningaþvætti að milljarðarnir 192 komu aðallega frá viðskiptavinum í Rússlandi og fyrrum ríkjum Sovétríkjanna. Áður hafði komið fram að peningar sem fóru í gegnum eistneska útibúið hafi tengst einræðisstjórninni í Aserbaísjan, Rússum sem tengjast Vladimír Pútín forseta og fjölskyldu hans og bakmönnunum á bak við misheppnað vopnasmygl frá Norður-Kóreu til Íran 2009.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári
Pressan
Fyrir 5 dögum

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru