fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Pressan

„Tíu skyldubólusetningar eru gagnslausar og í mörgum tilfellum hættulegar ef ekki skaðlegar“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 9. ágúst 2018 08:03

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðasta ári samþykkti ítalska þingið að skylda foreldra til að láta bólusetja börn sín, að öðrum kosti áttu börnin ekki að fá að fara í skóla. Ástæðan var að Ítalía hefur skorið sig mikið úr í Evrópu hvað varðar fjölda mislingatilfella en þau hafa verið mjög mörg þar á undanförnum árum vegna lágs hlutfalls bólusettra.

Roberto Burioni, sérfræðingur í veirufræði við San Raffaele háskólann í Mílanó, segir að hlutfall bólusettra á Ítalíu hafi verið álíka og í Namibíu og lægra en í Gana.

En nú eru breyttir tímar á Ítalíu þar sem Fimmstjörnuhreyfingin og Lega sitja við stjórnvölinn. Flokkarnir hafa nú afnumið bólusetningarlögin.

„Tíu skyldubólusetningar eru gagnslausar og í mörgum tilfellum hættulegar ef ekki skaðlegar. Ég staðfesti að öll börn fá að ganga í skóla.“

Sagði Matteo Salvini, innanríkisráðherra, í kjölfar lagabreytingarinnar.

Burioni er ekki sammála Salvini og hefur The New York Times eftir honum að það sé sjálfseyðandi taktík að veikja lög, sem virka, sem Ítalir virða og lög sem gagnast börnum og heilbrigðiskrefinu.

Vísindamenn óttast að afnám laganna kyndi undir vantrú á vísindum og ógni heilbrigði barna. Á síðasta ári greindust 5.004 mislingasmit á Ítalíu eða 34 prósent af öllum tilfellum í Evrópu. 89 prósent smitanna voru hjá fólki sem ekki hafði verið bólusett.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tóku 10 ára dreng, sem enginn vildi hafa, í fóstur – Hafði flakkað á milli fósturfjölskyldna

Tóku 10 ára dreng, sem enginn vildi hafa, í fóstur – Hafði flakkað á milli fósturfjölskyldna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vinnuveitandi þjónustustúlkunnar lést – Það sem gerðist næst fór fram úr hennar villtustu draumum

Vinnuveitandi þjónustustúlkunnar lést – Það sem gerðist næst fór fram úr hennar villtustu draumum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kjúklingur og kókaín

Kjúklingur og kókaín
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision
Pressan
Fyrir 4 dögum

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús