fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Pressan

100 hafa smitast af salmonellu – Telja morgunkorn frá Kellogg‘s vera smitvaldinn

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 13. júlí 2018 06:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

100 manns hafa smitast af salmonellu í Bandaríkjunum á undanförnum mánuðum. Talið er að smitið megi rekja til Honey Smacks morgunkorns frá Kellogg‘s og hefur það nú verið innkallað. Einkenni salmonellusmits eru niðurgangur, hiti og krampar. Einkennin gera vart við sig á fyrstu 72 klukkustundunum eftir smit.

Tilkynnt var um fyrstu smitin þann 3. mars og þau nýjustu nú í byrjun júlí. Farsóttarstofnun Bandaríkjanna sagði í gær að 27 ný smit hafi greinst á undanförnum dögum. 30 hafa verið lagðir inn á sjúkrahús vegna smitsins. Í flestum tilfellum ganga veikindin yfir á fjórum til sjö dögum en sumir þurfa að leggjast inn á sjúkrahúss vegna alvarlegs niðurgangs. Salmonella getur verið banvæn ef hún berst frá innyflum út í blóðrásina og þaðan út um allan líkamann.

Bandaríska matvælaeftirlitið hvatti í gær neytendur til að borða ekki Honey Smacks vegna hættu á salmonellu. Þá voru verslanir hvattar til að taka það úr sölu en enn er verið að selja það í sumum verslunum þrátt fyrir að það hafi verið innkallað í júní. CNN skýrir frá þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári
Pressan
Fyrir 5 dögum

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru