fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Pressan

Fundu fastbundinn mann í brennandi húsi

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 23. júní 2018 07:35

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klukkan 01.34 var tilkynnt um eld í iðnaðarhúsnæði í Norrköping í Svíþjóð. Tilkynnandi hafði heyrt kallað á hjálp frá húsinu. Þegar lögreglumenn komu á vettvang sáu þeir mann hanga út um glugga á byggingunni og kalla á hjálp. Hann reyndist vera bundinn fastur. Lögreglumönnum tókst að losa manninn og bjarga honum út úr byggingunni.

Efri hluti líkama mannsins hékk út um gluggann og segir lögreglan að ekki sé annað að sjá en einhver hafi bundið hann fastan. Það þarf því ekki að koma á óvart að málið er rannsakað sem morðtilraun.

Mikill eldur logaði í byggingunni og það var ekki fyrr en á fjórða tímanum sem slökkvilið náði tökum á eldinum. Eldur logaði víða í húsinu og ljóst þykir að kveikt hafi verið í því.

Ekki er enn vitað hversu alvarlega maðurinn slasaðist en hann var fluttur á sjúkrahús segir í frétt Sænska ríkisútvarpsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Auka tungl gæti verið á braut um jörðina – Vísindamenn telja sig vita hvaðan það kom

Auka tungl gæti verið á braut um jörðina – Vísindamenn telja sig vita hvaðan það kom
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dagur frelsunar og hryllings

Dagur frelsunar og hryllings
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjúkrunarfræðingur og raðmorðingi – Nú er búið að kveða upp dóm

Hjúkrunarfræðingur og raðmorðingi – Nú er búið að kveða upp dóm
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varpar ljósi á skuggahliðar Benidorm: „Svo eru hótelin hérna hinum megin við götuna“

Varpar ljósi á skuggahliðar Benidorm: „Svo eru hótelin hérna hinum megin við götuna“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórhuga olíufurstar í Dúbaí – Ætla að byggja nýjan flugvöll fyrir 5.000 milljarða

Stórhuga olíufurstar í Dúbaí – Ætla að byggja nýjan flugvöll fyrir 5.000 milljarða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sérfræðingur kemur með óvæntar upplýsingar um baðferðir fólks

Sérfræðingur kemur með óvæntar upplýsingar um baðferðir fólks
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir að stuðningskrókódíllinn hans sé horfinn

Segir að stuðningskrókódíllinn hans sé horfinn