fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Pressan

Réðu ekki við sig – Stunduðu kynlíf á bílastæði um hábjartan dag

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 8. júní 2018 06:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðdegis á sunnudag bárust lögreglunni í Vejle í Danmörku tilkynningar um par sem stundaði kynlíf á bifreiðastæði í bænum. Þeim hafði greinilega ekki tekist að ráða við hvatir sínar og hófu því leika á bílastæðinu, vel að merkja ekki í bíl heldur bara á bílastæðinu sjálfu og létu vegfarendur ekki trufla sig.

Þegar lögreglumenn komu á vettvang klukkan 14.45 lá maðurinn ofan á konunni og voru samfarir í fullum gangi. Maðurinn var aðeins í sokkum en konan hafði dregið kjól sinn upp um sig. Þau létu komu lögreglumannanna ekki á sig fá og héldu ótrauð áfram. Það var ekki fyrr en lögreglumennirnir öskruðu á þau að þau hættu.

Fólkið, 27 ára karl og 41 árs kona, vildu ekki tjá sig um málið en bæði eiga von á sekt fyrir ástarleikinn þar sem þetta braut gegn blygðunarsemi fólks.

Talsmaður lögreglunnar sagði í samtali við JV að hugsanlega hafi hinn mikla veðurblíða, sem hefur verið í Danmörku undanfarið, gert það að verkum að fólkið réði ekki við sig og hóf ástarleik á bílastæðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kyn læknisins þíns getur haft sérstaka þýðingu

Kyn læknisins þíns getur haft sérstaka þýðingu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bankabækur Dana tútna út

Bankabækur Dana tútna út
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Reyndi að svindla á reglunum varðandi samakstur – Lögreglan sá við honum

Reyndi að svindla á reglunum varðandi samakstur – Lögreglan sá við honum