fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Pressan

Norðurlöndin ætla að taka upp samstarf við innheimtu námslána

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 26. maí 2018 11:30

Svíar vilja meiri samvinnu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forsætisráðherrar Norðurlandanna funduðu á þriðjudaginn í Svíþjóð og ræddu þar mörg málefni. Meðal þess sem var rætt er innheimta námslána en þau mál hvíla þungt á Dönum. Forsætisráðherrarnir samþykktu að gera samning þannig að hægt verði að innheimta námslán norrænna námsmanna sem eru fluttir frá landinu þar sem þeir voru í námi og fengu námslán.

Danska námslána- og styrktarkerfið þykir mörgum vera það besta á Norðurlöndunum en samkvæmt því fá námsmenn ákveðna upphæð í styrk frá hinu opinbera í hverjum mánuði og geta síðan fengið meira fé með því að taka námslán, svokallað SU-lán, til viðbótar. Danmörk er vinsælt land til að stunda nám í og styrkjum og lánum til útlendinga hefur fjölgað töluvert á undanförnum árum.

Það setur þó svartan blett á þetta að margir námsmenn flytja til heimalandsins að námi loknu og greiða síðan ekki námslánið til baka. Þetta hefur að vonum farið illa í Dani sem telja sig vera að greiða með námi útlendinga með þessu.

Það hefur reynst erfitt og þungt í vöfum að innheimta þessi lán ef lántakendurnir eru ekki reiðubúnir til að greiða þau af fúsum og frjálsum vilja og nú hafa Danir fengið hinar Norðurlandaþjóðirnar í lið með sér til að auðvelda innheimtuna.

Jótlandspósturinn hefur eftir Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, að hann sé mjög ánægður með að norrænu forsætisráðherrarnir hafi handsalað ákvörðun um að gerður verði samningur sem hjálpar Norðurlöndunum við að innheimta útistandandi námslán þvert á landamæri.

Erlendir námsmenn skulda danska ríkinu nú 155 milljónir danskra króna í námslán. Þar af skulda útlendingar, sem ekki búa lengur í Danmörku, 80 milljónir og hækkaði sú upphæð um 20 milljónir á síðustu tveimur árum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bankabækur Dana tútna út

Bankabækur Dana tútna út
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nú er komið að því – Einn stærsti fjársjóður Dana verður boðinn upp

Nú er komið að því – Einn stærsti fjársjóður Dana verður boðinn upp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skar höndina af móður sinni til að hann gæti notað fingur hennar til að taka pening út af bankareikningi hennar

Skar höndina af móður sinni til að hann gæti notað fingur hennar til að taka pening út af bankareikningi hennar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf