fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Pressan

Sveppir urðu tveimur börnum að bana í Danmörku

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 17. maí 2018 10:11

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í október á síðasta ári veiktist 12 manna fjölskylda í Haslev á Sjálandi í Danmörku illilega. Fjölskyldan, foreldrar og 10 börn þeirra, voru flutt á sjúkrahús í skyndingu. Þau sýndu öll merki eitrunar. Tvö börn létust en læknum tókst að bjarga lífum hinna fjölskyldumeðlimanna.

Lögreglan hóf strax rannsókn á málinu og vann frá byrjun út frá þeirri kenningu að fjölskyldan hefði borðað eitraða sveppi sem hún hefði tínt úti í náttúrunni. Bæði faðirinn og elsti sonurinn vísuðu því á bug í samtölum við danska fjölmiðla og þvertóku fyrir að fjölskyldan hefði tínt sveppi og borðað.

Lögreglan tilkynnti í morgun að rannsókn málsins væri lokið og að niðurstaðan væri að sveppir hefðu orðið börnunum að bana. Sveppirnir hefðu verið tíndir úti í náttúrunni og borðaðir af fjölskyldunni.

Talsmaður lögreglunnar sagði í samtali við Danska ríkisútvarpið að lögreglan muni ekki skýra nánar frá hvaða gögn liggja til grundvallar þessari niðurstöðu lögreglunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Nú er komið að því – Einn stærsti fjársjóður Dana verður boðinn upp

Nú er komið að því – Einn stærsti fjársjóður Dana verður boðinn upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skar höndina af móður sinni til að hann gæti notað fingur hennar til að taka pening út af bankareikningi hennar

Skar höndina af móður sinni til að hann gæti notað fingur hennar til að taka pening út af bankareikningi hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari
FréttirPressan
Fyrir 2 dögum

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gullúr ríkasta farþegans um borð í Titanic seldist fyrir 210 milljónir

Gullúr ríkasta farþegans um borð í Titanic seldist fyrir 210 milljónir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þessi 15 metra slanga gæti verið sú stærsta sem lifað hefur á jörðinni

Þessi 15 metra slanga gæti verið sú stærsta sem lifað hefur á jörðinni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Katie lést í eldsvoða í stúdentaíbúðinni – Læknar gerðu óhugnanlega uppgötvun

Katie lést í eldsvoða í stúdentaíbúðinni – Læknar gerðu óhugnanlega uppgötvun