fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Pressan

Hljóðbrotið sem er að gera allt gjörsamlega vitlaust: Hvaða orð heyrir þú?

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 16. maí 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mannkynið skiptist í tvær fylkingar, þá sem heyra orðið Yanni og þá sem heyra orðið Laurel. Þeir sem heyra annað orðið skilja ekki hvernig í ósköpunum einhver annar heyrir hitt orðið. Hljóðbrotið sem um ræðir fer nú eins og eldur í sinu um netheima, á það upptök sín á Reddit-þræði á mánudaginn.

Eftir að hljóðbrotið rataði á Twitter með meðfylgjandi atkvæðagreiðslu hafa rúmlega 310.000 manns sagst heyra orðið Yanni á meðan 330.000 manns segjast heyra orðið Laurel.

Fræga fólkið er mætt á vígvöllinn, eru bæði sjónvarpsmaðurinn Stephen Fry og fyrirsætan Christine Teigen í Laurel-liðinu. Youtube-stjarnan Logan Paul skilur hins vegar ekki hvernig einhver getur heyrt eitthvað annað en Yanni.

Breskir þingmenn mættu einnig á útvarpsstöðina BBC 5 í morgun til að ræða málið. Þingmaður Verkamannaflokksins heyrði bara Laurel á meðan þingmaður Íhaldsflokksins heyrði orðið Yanni.

Leyndardómurinn að baki orðaruglinu er tíðnin í hljóðbrotinu. Þeir sem heyra ekki lágtíðni heyra orðið Yanni en þeir sem heyra ekki hátíðni heyra Laurel.

Hér er hljóðbrotið, hvort heyrir þú, Yanni eða Laurel?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kyn læknisins þíns getur haft sérstaka þýðingu

Kyn læknisins þíns getur haft sérstaka þýðingu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bankabækur Dana tútna út

Bankabækur Dana tútna út
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Reyndi að svindla á reglunum varðandi samakstur – Lögreglan sá við honum

Reyndi að svindla á reglunum varðandi samakstur – Lögreglan sá við honum