fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Neytendur

Örbylgjuofnar eru hræðilegir fyrir umhverfið

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 18. janúar 2018 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Örbylgjuofnar sem notaðir eru í Evrópu menga á við tæplega sjö milljónir bíla, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar vísindamanna við University of Manchester á Englandi.

Um er að ræða fyrstu yfirgripsmiklu rannsóknina á umhverfisáhrifum örbylgjuofna. Vitanlega losa örbylgjuofnar ekki beinlínis út koltvísýring þegar matur er hitaður. En, þegar allt er tekið með í reikninginn, allt frá framleiðslu, orkunotkun og förgun, kemur í ljós að örbylgjuofnar bera ábyrgð á því sem nemur losun 7,7 milljóna tonna af koltvísýringi á ári hverju. Það er um það bil það sama og 6,8 milljónir bíla losa á hverju ári að jafnaði.

Notkun aukist

Örbylgjuofnar eru mikið notaðir í Evrópu – og víðar vitanlega – en notkun þeirra hefur aukist jafnt og þétt undanfarna áratugi. Talið er að 135 milljónir örbylgjuofna verði í notkun í Evrópu árið 2020.

Til að gæta allrar sanngirni eru 6,8 milljónir bíla ekki mikið, sé litið til fjölda bíla á götum Evrópu. Í Bretlandi eru 37,5 milljónir bíla, Frakklandi eru 32 milljónir bíla, 37 milljónir á Ítalíu og 45 milljónir í Þýskalandi.

Fólk hendir tækjum þó þau séu í góðu lagi

Sérfræðingarnir sem stóðu fyrir rannsókninni komust að því að örbylgjuofnar í Evrópu noti orku sem nemur 9,4 teravattstundum á klukkutíma. Til að anna slíkri orkuþörf þyrfti um þrjú nokkuð stór orkuver, að því er fram kemur í frétt breska blaðsins Independent.

Rannsakendur segja að þó ekki verið farið í harðar aðgerðir gegn örbylgjuofninum sé gott að vekja almenning til umhugsunar um þá staðreynd að örbylgjuofnar, eins og önnur orkufrek heimilistæki, eru ekki sérstaklega umhverfisvæn. Þá er bent á að lægra verð á raftækjum og aukinn kaupmáttur almennings stuðli að ákveðinni sóun. Fólk hreinlega hendi heimilistækjum eins og örbylgjuofnum þó þeir séu í fullkomlega góðu lagi og kaupi sér ný tæki.

Á móti benda rannsakendur á að örbylgjuofnar í dag endast verr en áður. Á tíunda áratugnum hafi þeir enst í um 10-15 ár að jafnaði en í dag sé endingartíminn aðeins 6-8 ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanNeytendur
24.04.2020

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19
EyjanNeytendur
12.04.2020

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“
Neytendur
09.02.2020

Hvað er málið með örorkubætur?

Hvað er málið með örorkubætur?
Neytendur
02.02.2020

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár
EyjanNeytendur
23.07.2019

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“
EyjanNeytendur
01.07.2019

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“
EyjanNeytendur
06.05.2019

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn
EyjanNeytendur
02.05.2019

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“