Hráefni
- 250 g Sveppir, sneiddir
- 2 stk Skarlott laukar, smátt saxaðir
- 500 g Spaghetti
- 120 ml Rjómi
- 15 g Steinselja, smátt skorin
- Nýtið safa og fínrifinn börk úr 1/2 sítrónu
- 2 msk Smjör
- 1 dl Rifinn parmesan ostur
- 4 msk Ólífuolía
- 1 stk Salt
- 1 stk Pipar
Leiðbeiningar
Leiðbeiningar
- Látið olíu á pönnu og steikið sveppina í um 5 mínútur eða þar til þeir eru orðnir gylltir og stökkir á báðum hliðum. Saltið og bætið skarlottlauknum saman við og steikið þar til hann er farinn að mýkjast.
- Sjóðið pasta í saltvatni þar til það er farið að mýkjast en ekki orðið alveg mjúkt. Takið pastað með töngum og færið yfir á pönnuna, ásamt 240 ml af pastavatni og rjóma. Látið malla við miðlungshita í nokkrar mínútur þar til sósan er farin að þykkna.
- Takið af hitanum og bætið sítrónusafa, sítrónuberki, steinselju og parmesan saman við.
- Piprið ríflega og njótið vel.
Þú getur keypt allt sem þarf í þessa uppskrift og annað fyrir vikuna á Heimkaup, og fengið vörurnar sendar heim eða í vinnuna, einfalt og þægilegt.