fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Matur

Djúsí ostapasta með pylsubitum og ostabrauði sem bráðnar í munni

Sjöfn Þórðardóttir
Mánudaginn 28. nóvember 2022 11:12

Ostapastarétturinn hennar Berglindar steinlggur á mánudagskvöldi. Sannkölluð ostaveisla fyrir aðdáendur pastarétta með bræddum osti. MYNDIR/BERGLIND HREIÐARS.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er kominn mánudagur og þá er spurning hvað á að vera í matinn. Hér er einn ótrúlega ljúffengur pastaréttur sem er frábær mánudagsréttur í kósí heitum meðan við teljum niður í jólin.

Besta við þennan pastarétt er að það tekur aðeins um 20 mínútur að útbúa þennan rétt sem skemmir heldur ekki fyrir og svo er hann hrikalega ljúffengur, hrein ostaveisla og svo er brauðið svo gott. Berglind Hreiðars okkar hjá Gotterí og gersemum á heiðurinn af þessum mánudagsrétti.

Ostapasta með ostabrauði

Ostapasta

400 g pasta að eigin ósk

250 g chilli- og ostapylsur

1 laukur

2 rifin hvítlauksrif

350 ml rjómi frá Gott í matinn

180 g 4 osta blanda frá Gott í matinn

Salt, pipar og hvítlauksduft

Timian

Ólífuolía til steikingar

Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum á pakka. Skerið niður pylsur og lauk og steikið upp úr ólífuolíu. Bætið hvítlauknum saman við í lokin og steikið þar til mýkist. Hellið rjómanum á pönnuna ásamt ostinum og hrærið þar til osturinn er bráðinn. Kryddið til eftir smekk og blandið pastanu varlega saman við í lokin. Toppið með fersku timian og njótið með ostabrauði (sjá uppskrift hér að neðan).

Ostabrauð

1 stk. súrdeigs baguette

Íslenskt smjör

Hvítlauksduft

4 osta blanda frá Gott í matinn

Byrjið á að hitta ofninn í 200°C. Skerið brauðið í sneiðar. Sneiðið smjör með ostaskera og leggið smjörsneið á hverja brauðsneið. Kryddið aðeins með hvítlauksdufti og stráið vel af 4 osta blöndu yfir hverja sneið. Setjið í ofninn í nokkrar mínútur eða þar til osturinn bráðnar og brauðið fer aðeins að gyllast (3-5 mínútur).

Njótið við kertaljós og huggulegheit.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa