fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Matur

Djúsí ostapasta með pylsubitum og ostabrauði sem bráðnar í munni

Sjöfn Þórðardóttir
Mánudaginn 28. nóvember 2022 11:12

Ostapastarétturinn hennar Berglindar steinlggur á mánudagskvöldi. Sannkölluð ostaveisla fyrir aðdáendur pastarétta með bræddum osti. MYNDIR/BERGLIND HREIÐARS.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er kominn mánudagur og þá er spurning hvað á að vera í matinn. Hér er einn ótrúlega ljúffengur pastaréttur sem er frábær mánudagsréttur í kósí heitum meðan við teljum niður í jólin.

Besta við þennan pastarétt er að það tekur aðeins um 20 mínútur að útbúa þennan rétt sem skemmir heldur ekki fyrir og svo er hann hrikalega ljúffengur, hrein ostaveisla og svo er brauðið svo gott. Berglind Hreiðars okkar hjá Gotterí og gersemum á heiðurinn af þessum mánudagsrétti.

Ostapasta með ostabrauði

Ostapasta

400 g pasta að eigin ósk

250 g chilli- og ostapylsur

1 laukur

2 rifin hvítlauksrif

350 ml rjómi frá Gott í matinn

180 g 4 osta blanda frá Gott í matinn

Salt, pipar og hvítlauksduft

Timian

Ólífuolía til steikingar

Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum á pakka. Skerið niður pylsur og lauk og steikið upp úr ólífuolíu. Bætið hvítlauknum saman við í lokin og steikið þar til mýkist. Hellið rjómanum á pönnuna ásamt ostinum og hrærið þar til osturinn er bráðinn. Kryddið til eftir smekk og blandið pastanu varlega saman við í lokin. Toppið með fersku timian og njótið með ostabrauði (sjá uppskrift hér að neðan).

Ostabrauð

1 stk. súrdeigs baguette

Íslenskt smjör

Hvítlauksduft

4 osta blanda frá Gott í matinn

Byrjið á að hitta ofninn í 200°C. Skerið brauðið í sneiðar. Sneiðið smjör með ostaskera og leggið smjörsneið á hverja brauðsneið. Kryddið aðeins með hvítlauksdufti og stráið vel af 4 osta blöndu yfir hverja sneið. Setjið í ofninn í nokkrar mínútur eða þar til osturinn bráðnar og brauðið fer aðeins að gyllast (3-5 mínútur).

Njótið við kertaljós og huggulegheit.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum