fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Matur

Hver er sagan bak við hina vinsælu kleinu?

Sjöfn Þórðardóttir
Laugardaginn 1. október 2022 13:24

Kleinur hafa ávallt notið mikilla vinsælda á Íslandi sér í lagi í kaffiboðum. Það skemmtilega við þær er líka lagið á þeim og kúnstin að baka þær. MYNDIR/AÐSENDAR.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er fátt þjóðlegra en það að bjóða í kaffi og kleinur. Kleinur eru nefnilega alveg sér á báti í huga okkar flestra, alltaf svo fanta góðar og aldrei nein vonbrigði.

Kleinan er elskuð víða um heim og eins og sagt er þá ber kært barn mörg nöfn. Nöfn eins og klenät, klena, klejne, kleina, kleyna,  fattigmann og  Žagarėliai en þetta eru allt nöfn á sama bakkelsinu, að því er fram kemur á vef Gæðabaksturs, sem framleiðir kleinur undir merkjum Gæðabaksturs og Ömmubaksturs. Upphaf kleinunnar er örlítið á huldu og hulið mistri fortíðarinnar en um og upp úr 1800 koma fram fyrstu skrifuðu heimildirnar og þá frá Þýskalandi. Víðast hvar í Skandinavíu og í norður Þýskalandi er kleinan jólabakkelsi og aðeins bökuð fyrir stórhátíðarnar þegar menn vildu leyfa sér meiri munað og lúxus en dags daglega.

Kleinan þótti mikill lúxus

Kleinan var flokkuð sem mikið lúxusbakkelsi á sínum tíma og ef skoðað er innihaldið eða uppskriftina þá kemur það ekki á óvart. Hvítt hveiti sem var dýrt og innflutt krydd frá austurlöndum auk lyftiefna, allt síðan steikt í rándýrri feiti sem einnig var mikill munaður. Það varð að standa mikið til ef það átti að vera hægt að réttlæta svona óhóf.

Það skemmtilega við kleinuna er þó að uppskriftin er ekki ósvipuð á milli landa en stundum er þó hafður rjómi í deiginu eða annað lyftiefni en yfirleitt eru uppskriftirnar mjög áþekkar. Sennilega hefur kleinan borist hingað yfir hafið með með nágrönnum okkar úr austri eins og megnið af okkar matarmenningu. Í Noregi ber kleinan nafnið fattigmann eða fátæklingurinn sem segir sitt um hvað bændum fannst um bruðlið við baksturinn og er þá verið að skírskjóta beint til þessa að einn verður ekki ríkur af svona bakstri. Norðmenn hafa nú stundum nokkuð sérstakan húmor en það er margt til í þessu því þetta var mikil lúxus bakstur.

Af hverju er kleinan snúnin?

Í dag er þetta nú ekki alveg eins mikil hátíðarvara og var áður en samt er kleinan með í mörgum af betri kaffiboðum þjóðarinnar og þá er eiginlega sama hvort kaffiboðið er í vinnuskúr eða í heldri kvenna samsæti í Hafnarfirði. En hvað um það eigum góðan dag spurningin er frekar sú „Hversvegna er kleinan skorin og snúin? Einhver sem veit það?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum