fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Matur

Sú enska með viskíinu og Jóladrumburinn slá í gegn í aðventunni

Sjöfn Þórðardóttir
Sunnudaginn 19. desember 2021 21:48

Sú enska fær góða vökvun hjá Kjartani Ásbjörnssyni bakara í frumlegasta bakaríi landsins G.K. bakaríi á Selfossi./Ljósmyndir aðsendar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í G.K. bakaríi á Selfossi sem er eitt frumlegasta bakarí landsins eru bakara­meistarnir Guð­mundur Helgi Harðar­son og Kjartans Ás­björns­son í óða­önn að undir­búa jóla­baksturinn og hafa meðal annars full­komnað ensku jóla­kökuna að sínum ætti. Auk þess sem þeir liggja á fleiri leyndar­dóms­fullum af jóla­kökum sem gleðja bæði augu og munn.

Jólabaksturinn er kominn á fullt og brydda þeir félagar upp á ýmsum nýjungum í aðventunni. „Við elskum að gera okkur dagamun og nýtum hvert tækifæri til að brjóta upp rútínuna hérna á Austurveginum.  Við bryddum upp á ýmsum nýjungum þessa aðventuna, til dæmis jólacroissantinu; croissant úr íslensku smjöri og sérvöldu, ítölsku hveiti fyllt með möndlu-og kanilfyllingu og grænum eplum, toppað með ristuðum möndlum auk þess að setja gamla klassikera í jólagallann; til dæmis vínarbrauðin sem fengu aðventu yfirhalningu í formi kanils og appelsínubita,“segir Kjartan sem er kominn í jólagírinn. Einnig bjóða þeir uppá smákökudeig fyrir þá sem vilja njóta þess að eiga ,,Þessa aðventuna verðum við með þrjár gerðir af smákökudeigi til sölu – en smákökubakstur er stór partur af jólaundirbúningnum á mörgum heimilum, enda frábær samverustund með okkar nánustu.  Við spilum óskalagið; þreföld súkkulaðikaka með hvítu-, dökku- og karamellusúkkulaði, smákökur með lakkrís og mandarínum og vegandeig með dökku súkkulaði og appelsínum,“segir Kjartan og finnst skipta máli að vera með fjölbreytnina í fyrirúmi.

Ekki mikill hefðarköttur

Þegar þeir félagar eru spurðir út í hvort þeir haldi mikið í jólahefðir og siði þegar kemur að bakstri eru þeir á því að þeir hafi meira gaman að því að breyta til. ,,Ég ekki miklir hefðaköttur og er yfirleitt búinn að borða yfir mig af súkkulaðismákökum á öðrum sunnudegi aðventunnar og því finnst mér nauðsynlegt að brjóta úrvalið aðeins upp með smá suðrænni sveiflu. Á Þorláksmessu er daginn strax farið að lengja og eftir þrettándann er maður í rauninni bara að telja niður dagana þangað til maður getur farið út á stuttermabolnum í rauðri hitatölu aftur,“segir Guðmundur.

Jóladrumburinn undir frönskum áhrifum

„Jóladrumburinn okkar er franskt smjörkrem vafið inn í lungamjúka súkkulaðiköku undir, yfir og allt um kring. Kakan inniheldur að sjálfsögðu hina heilögu þrenningu; kanil, engifer og negul en á milli hennar og franska smjörkremsins lúrir bráðið núggat og rúsínan í pylsuendanum er mandarínubörkurinn í innsta hringnum. Drumburinn er svo hjúpaður súkkulaði ganache og skreyttur með rifsberjum úr Grímsnesinu – sem tákna hin djúprauðu ber mistilteinsins en bragðast mun betur.“

Sú enska að hætti Guðmundar og Kjartans

Sú enska er „Enska jólakakan hefur átt sess á veisluborðum Íslendinga í gegnum tíðina en hún á rætur sínar að rekja til Englands, eins og nafnið ber með sér. „Kökuna hafa enskir sjómenn ef til vill kynnt fyrir Íslendingum þegar þeir voru við veiðar við Íslandsstrendur forðum daga, enda er þessi kaka tilvalinn skipskostur því sykur og alkóhól eru rotvarnarefni og kakan því haldist fersk á löngu ferðalagi þeirra frá vesturströnd Englands. Mig langar að setjast niður með Flosa Þorgeirssyni, sagnfræðingi og sérfræðingi um Þorskastríðin, yfir sótsvörtum kaffibolla og varpa þessari kenningu á hann,“segir Guðmundur spekingslegur á svipinn.

Hefðum samkvæmt eru þurrkaðir ávextir, svo sem rúsínur og gráfíkjur, lagðir í sérrí svo þeir dragi í sig raka og bragð, blöndunni bætt í einfaldan grunn og kakan vökvuð með sérrí, brandy eða sætum líkjör á nokkura daga fresti eftir bakstur fram að framreiðslu. „Árið 1927 fékk Henry Chedard leyfi hjá Georgi fimmta til að birta uppskriftina sem notuð var við bresku hirðina. (hirðbakarinn var franskur, augljóslega).  Uppskriftin átti að vera sameiningartákn fyrir alla anga heimsveldisins, svo í henni voru Brandy frá Kýpur, kanill frá Vestur-Indíum. áströlsk rifsber, suður afrískar rúsínur, kanadísk epli, romm frá Jamaíka og enskur bjór.  Galin pæling að rétta húsmæðrum á millistríðsárum uppskrift með hráefnum sem hafa verið þyngdar sinnar virði í gulli,“segir Guðmundur og hlær.

„Okkur líkar ekki sérrí, svo við settumst niður með Evu Maríu og Craig hjá Eimverk brugghúsi í Garðabænum og fengum afnot af eikartunnu sem í hafði legið Flóki viskí, og þar áður sérrí.  Í hana lögðum við kokteilávexti, döðlur, rúsínur og appelsínur í bleyti í téð sérrítunnulegna Flóka viskí svo ávextirnir dragi í sig viskí bragðið, sérrí undirtónana og eikarkeiminn. Eftir bakstur vökvum við kökurnar svo á þriggja daga fresti í þrjár vikur með Flóka. Þannig dregur kakan í sig raka og bragð og með þessu fær kakan að opna sig og þroskast og þá leysast úr læðingi brögð sem hringja inn jólin eins og Hallgrímskirkja á slaginu sex á aðfangadag,“segja þeir félagar, Guðmundur og Kjartan. Í fyrra fengu þeir þjóðþekkta Selfyssinga til að vökva þá ensku með sér. „Þá ber hæst þau Tommi á Krúsinni og Anna María, fyrirliði kvennaliðs Selfoss.“

Sú enska seldist upp

„Fyrir síðustu jól seldist Sú enska upp hjá okkur á nokkrum dögum, svo í ár er betra að hafa vaðið fyrir neðan sig og senda okkur línu á gkbakari@simnet.is og tryggja þitt eintak.“ Salan á Sú ensku hófst á mánudaginn og var hún þá tilbúin til afhendingar. „Líkt í fyrra munum við selja ósóttar pantanir á aðfangadagsmorgun,“segir Guðmundur og bætir því við að nú þegar sé Sú enska farin að seljast grimmt.

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa