fbpx
Miðvikudagur 01.apríl 2020
Matur

Umdeildasta matartrend ársins

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 4. febrúar 2020 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matarsérfræðingar hafa kveðið upp sinn dóm um hverjir helstu straumar og stefnur í mat verða á árinu. Það vekur athygli að eitt af því sem spáð er mikilli velgengni er eftirréttarhummus, en hefðbundinn hummus er kjúklingabaunamauk sem saman stendur vanalega af kjúklingabaunum, tahini, hvítlauk, sítrónusafa, ólífuolíu og salti. Maukið er afar vinsælt í Mið-Austurlöndum og borðað með ýmsum mat. Því reka eflaust margir upp stór augu yfir eftirréttarhummus, en það eina sem það á sameiginlegt með forrennara sínum eru kjúklingabaunirnar.

Heimurinn heyrði fyrst um eftirréttahummus í raunveruleikaþættinum Shark Tank, þar sem frumkvöðlar keppast um fjárfestingu auðjöfra. Í þættinum fengu stofnendur fyrirtækisins Delighted By fjárfestingu upp á sex hundruð þúsund dollara til að framleiða eftirréttarhummus í ýmsum bragðtegundum. Síðan þá hafa önnur fyrirtæki vestanhafs hafið framleiðslu á réttinum. Þetta hummusafbrigði hefur hins vegar ekki náð heimsfrægð enn og er því spáð að árið 2020 verði ár þessa undarlega eftirréttar.

Undarlegt er einmitt orð sem margir hafa um eftirréttarhummus. Ógeðslegt, viðbjóður og asnalegt eru önnur lýsingarorð sem hafa fallið um réttinn. Hins vegar eru einnig margir sem eru komnir á bragðið, telja þetta merkilegustu mataruppfinningu nútímans og líkja eftirréttinum við eiturlyf.

Það er leikur einn að búa til eftirréttarhummus heima fyrir og borða það með ávöxtum, snakki eða kexi, svo fátt eitt sé nefnt. Hér eru nokkrar hugmyndir að þessu einkennilega fyrirbrigði.

Margir möguleikar Hægt er að skreyta bananahummus með ýmsu. Mynd: My Free Yoga

Bananahummus

Hráefni:

425 g kjúklingabaunir án safa
3 frosnir bananar
2–3 msk. próteinduft
2–4 msk. möndlumjólk
1 tsk. vanilludropar
1–2 msk. kókossykur eða annað sætuefni

Aðferð:

Setjið allt í blandara og blandið þar til maukið er silkimjúkt og kekkjalaust.

Fallegt Mjög girnilegt hummus. Mynd: Don’t Waste The Crumbs.

Kökudeigshummus

Hráefni:

425 g kjúklingabaunir án safa (skolaðar)
¼ bolli hveiti (bakað í ofni við 175°C í 5 mínútur)
2 msk. sykur
1 msk. hlynsíróp
1 msk. vanilludropar
¼ tsk. lyftiduft
1/8 tsk. salt
1–2 msk. mjólk
kökuskraut

Aðferð:

Setjið öll hráefni í blandara eða matvinnsluvél, nema mjólkina. Maukið í um mínútu og bætið mjólkinni varlega saman við þar til réttri þykkt er náð. Smakkið til og skreytið með kökuskrauti.

Gott með ávöxtum Smákökuhummus er eins og kaka. Mynd: A Virtual Vegan

Smákökuhummus

Hráefni:

370 g kjúklingabaunir án safa
60–80 ml kókosmjólk
50 g hrásykur
2 msk. tahini (eða möndlusmjör)
1 msk. vanilludropar
2½ tsk. kanill
¾ tsk. salt
100 g kókossykur
¼ tsk. cream of tartar (má sleppa)

Aðferð:

Skolið kjúklingabaunirnar vel. Setjið þær í matvinnsluvél eða blandara ásamt öllum hinum hráefnunum. Byrjið samt á að setja bara smá af kókosmjólk og bætið henni varlega saman við til að ná réttri þykkt. Blandið þar til maukið er kekkjalaust og best er að setja það í ísskáp í hálftíma áður en það er borið fram.

Súkkulaðihummus Næstum því eins og súkkulaðikaka. Mynd: Bitter Sweet Blog

Súkkulaðihummus

Hráefni:

425 g kjúklingabaunir án safa
1 msk. hnetusmjör
3 msk. ólífuolía
½ bolli kakó
½ bolli kókossykur
1 tsk. instantkaffi
1 tsk. vanilludropar
½ tsk. salt
2–4 msk. vatn

Aðferð:

Setjið allt nema vatnið í matvinnsluvél eða blandara og blandið vel. Bætið vatninu varlega saman við þar til rétt þykkt næst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 2 vikum

Þetta geymir hann í ísskápnum eftir að hafa komið sér í hörkuform

Þetta geymir hann í ísskápnum eftir að hafa komið sér í hörkuform
Matur
Fyrir 2 vikum

Er þyngdartapið stopp eða viltu byrja á ketó? – Prófaðu eggjaföstu: Svona virkar það

Er þyngdartapið stopp eða viltu byrja á ketó? – Prófaðu eggjaföstu: Svona virkar það
Matur
Fyrir 3 vikum

Aðferð Sunnevu skiptir fylgjendum í tvo hópa – Siðlaust eða snilld?

Aðferð Sunnevu skiptir fylgjendum í tvo hópa – Siðlaust eða snilld?
Matur
Fyrir 4 vikum

Aðferð hans við að borða spagettí klýfur internetið: „Þetta er glæpur gegn mannkyninu!“

Aðferð hans við að borða spagettí klýfur internetið: „Þetta er glæpur gegn mannkyninu!“