Það gerist varla meira ketó en þessi klassíski kjúklingaréttur en honum kynntist ég þegar ég fór að ferðast til Bandaríkjanna og heimsótti vinsælan veitingastað þar sem heitir Olive Garden. Seinna varð þessi réttur í miklu uppáhaldi hjá henni Emblu Örk, dóttur minni, en hann var líka hægt að fá á Ruby Tuesday, sem við sóttum oft með fjöllunni. Börnin fengu litabók og dunduðu sér við listsköpun á meðan beðið var eftir matnum – gott mál.
Hráefni:
3-4 kjúklingabringur (kryddaðar með salt/pipar og grillaðar á háum hita í ólífuolíu)
50 g smjör
3 hvítlauksrif, smátt skorin
1 bolli rjómi
1/2 bolli parmesan ostur, rifinn
1 teningur af kjúklingakrafti
Aðferð:
Smjörið brætt fyrst yfir meðalhita og hvítlaukurinn mýktur létt. Síðan er rjómanum og ostinum blandað við ásamt kraftinum. Saltið og piprið eftir smekk og berið sósuna fram með kjúklingnum, kúrbítsspagettí og parmesan osti. Mamma mía Alfredo!