fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
FókusMatur

Graflaxinn búinn – Hvað á að gera við sósuna?

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 4. janúar 2025 18:30

Graflax er vinsæll um jól og áramót.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingar borða mikinn graflax um hátíðirnar. Yfirleitt á ristuðu brauði með sérstakri graflaxsósu. En þó að margir setji vel af sósunni á fiskinn þá klárast hún sjaldnast á undan honum.

Þá kemur upp spurningin: Hvað á að gera við graflaxsósuna þegar graflaxinn er búinn?

Á tímum þar sem umræða um matarsóun, hækkandi verðlag og umhverfisvernd er í algleymi þá hlýtur að vera hægt að gera eitthvað við graflaxsósuna annað en að henda henni í ruslið. En sósan er að mestu samsett úr sinnepi, vatni, repjuolíu, hveiti, eggjarauðum, kryddum, ediki og sitthvoru fleiru.

Um þetta hafa skapast miklar umræður á Facebook-síðunni Matartips og gefa netverjar ýmis góð ráð um hvað skal gera við sósuna. Meðal annars að borða hana…:

– Með grilluðum laxi

–  Með síld

– Með reyktri bleikju

– Með öðrum fiski

– Á ristað brauð

– Á ristað brauð með osti

– Með harðsoðnum eggjum

– Með reyktum lunda

– Með rúllupylsu

– Á pylsu

– Með sviðasultu

– Dýfa laufabrauði í hana (tvær flugur í einu höggi þar)

– Út í heita brúna sósu

…….síðan er líka nefnt að þetta sé líka góð ástæða til þess að kaupa meiri graflax.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
18.07.2024

Skíthæll í Costco vekur hlátur

Skíthæll í Costco vekur hlátur
Matur
13.07.2024

Ertu með frábæra uppskrift að brauðtertu? Þá getur þú orðið Íslandsmeistari og fengið glæsileg verðlaun

Ertu með frábæra uppskrift að brauðtertu? Þá getur þú orðið Íslandsmeistari og fengið glæsileg verðlaun
Matur
28.01.2024

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti
Matur
25.01.2024

Eldabuskan breytir matarvenjum fólks

Eldabuskan breytir matarvenjum fólks
Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn