fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Matur

Páskakökur sem þú trúir ekki hve einfalt er að gera

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 9. apríl 2019 14:00

Dásamlegar dúllur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páskarnir eru handan við hornið og gaman að leika sér í eldhúsinu á þessari rólegu og góðu hátíð. Hér eru á ferð æðislegar súkkulaðikökur sem líta út eins og moldarbeð með gómsætri gulrót í. Krakkarnir elska þessar!

Súper dúllulegar páskakökur

Hráefni – „Gulrætur“:

jarðarber
appelsínugult súkkulaði (eða hvítt súkkulaði litað appelsínugult)

Hráefni – Bollakökur:

3/4 bolli hveiti
3/4 bolli sykur
1/3 bolli kakó
1 tsk. lyftiduft
1/2 tsk. matarsódi
1/2 tsk. salt
1/8 bolli olía
1/3 bolli sýrður rjómi
2 msk. mjólk
1/3 bolli sjóðandi heitt vatn
1 egg
1 tsk. vanilludropar

Hráefni – Krem:

100 g mjúkt smjör
200 g flórsykur
75 g dökkt súkkulaði (brætt)
2-3 msk. kakó
1 tsk. vanilludropar
nokkur Oreo-kex

Hve sætar?

Aðferð:

Byrjum á „gulrótum“. Bræðið súkkulaðið í örbylgjuofni með 30 sekúndna millibili þar til það er bráðið. Hrærið vel í blöndunni á milli lota í ofninum.
Dýfið jarðarberjunum í súkkulaðið og raðið þeim á smjörpappír. Leyfið súkkulaðinu að storkna. Svo eru það bollakökurnar. Hitið ofninn í 180°C og takið til 12 bollakökuform. Blandið þurrefnum vel saman í skál. Blandið blautefnum, nema vatni, vel saman í annarri skál. Blandið blautefnunum vel saman við þurrefnin. Blandið síðan vatninu varlega saman við þar til allt er vel blandað saman. Deigið verður í þynnri kantinum. Deilið deiginu á milli formanna og bakið í 15-18 mínútur. Leyfið kökunum að kólna áður en þær eru skreyttar. Svo er það kremið. Þeytið smjör í 4-5 mínútur. Bætið því næst flórsykri, súkkulaði, kakó og vanilludropum vel saman við og hrærið vel. Ef kremið er of þykkt má bæta smá mjólk út í það. Skerið út holu í miðjunni á hverri köku. Smyrjið kreminu í kringum holuna og myljið Oreo-kex ofan á kremið. Stingið síðan „gulrótum“ ofan í holuna. Þetta er ekki flókið!

Alls ekki flókið.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa