fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019
Matur

Hunangskaka með sítruskremi

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 10. janúar 2019 15:00

Þessi steinliggur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stundum er nauðsynlegt að hressa sig við á dimmum og köldum vetrardögum. Þessi kaka ætti að sjá til þess.

Hunangskaka með sítruskremi

Kaka – Hráefni:

1¾ bolli hveiti
1¾ tsk. kanill
½ tsk. lyftiduft
½ tsk. matarsódi
¼ tsk. salt
¼ tsk. negull
¼ tsk. allrahanda krydd
1/8 tsk. engifer
½ bolli grænmetisolía
½ bolli hunang
2 stór egg
½ bolli sykur
½ bolli púðursykur
½ bolli + 2 msk. heitt kaffi
2 msk. nýkreistur appelsínusafi
½ tsk. vanilludropar

Aðferð:

Hitið ofninn í 175°C og smyrjið hringlaga form sem er sirka tuttugu sentímetra stórt. Klæðið það með smjörpappír og pakkið botninum inn í álpappír. Blandið hveiti, kanil, lyftidufti, matarsóda, salti, negul, allrahanda og engiferi vel saman í skál. Blandið hunangi og olíu saman í lítilli skál. Þeytið eggin með sykri og púðursykri í um fjórar mínútur. Blandið olíublöndunni varlega saman við í um 1 mínútu. Blandið kaffi, appelsínusafa og vanilludropum saman í skál. Blandið síðan hveitiblöndunni og kaffiblöndunni við restina af deiginu til skiptis þar til allt er blandað saman. Hellið deiginu í formið og bakið í 55 mínútur. Leyfið kökunni að kólna alveg áður en hún er skreytt með kremi.

Krem – Hráefni:

1 bolli sykur
¼ bolli + 1 msk. hveiti
1 bolli mjólk
230 g mjúkt smjör
1 tsk. rifinn appelsínubörkur
1 tsk. vanilludropar
¼ tsk. salt

Aðferð:

Gott er að búa til kremið á meðan kakan kólnar. Blandið ½ bolla af sykri saman við hveitið í litlum potti og þeytið mjólkinni saman við. Náið upp suðu yfir lágum til meðalhita og þeytið stanslaust. Þetta tekur um 10 mínútur. Hellið í skál sem þolir hita og lokið með plastfilmu. Látið kólna í 1 klukkustund. Þeytið smjör og ½ bolla af sykri vel saman sem og appelsínuberkinum. Blandið kældu hveiti blöndunni saman við, einni teskeið í einu þar til allt er blandað saman. Blandið vanilludropum og salti saman við og þeytið vel. Skreytið kökuna með kreminu og njótið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 3 dögum

Svona býrðu til smjör frá grunni

Svona býrðu til smjör frá grunni
Matur
Fyrir 3 dögum

Hverjir eiga djúpsteiktu pylsuna?

Hverjir eiga djúpsteiktu pylsuna?
Matur
Fyrir 1 viku

Guðfinna komin á ketó: Fimm kíló farin á þremur vikum – Vill setja alla á ketó til að sporna við offitu

Guðfinna komin á ketó: Fimm kíló farin á þremur vikum – Vill setja alla á ketó til að sporna við offitu
Matur
Fyrir 1 viku

Brjálaður borgarstjóri segir að spagettí Bolognese sé ekki til: „Talandi um falsfréttir“

Brjálaður borgarstjóri segir að spagettí Bolognese sé ekki til: „Talandi um falsfréttir“