fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Matur

Skinkuhorn detta aldrei úr tísku

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 27. september 2018 05:00

Þessi klikka aldrei.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er fátt vinsælla á veisluborðum en dúnmjúk og bragðgóð skinkuhorn. Hér er uppskrift að einum slíkum, en velkomið er að leika sér með uppskriftina og fylla hornin með einhverju öðru en skinku.

Skinkuhorn

Hráefni:

1 pakki þurrger
2 bollar mjólk
1 msk sykur
1 tsk salt
1 kíló af hveiti
100 g smjör (brætt)
1 egg
1 msk mjólk eða vatn
1 pakki léttsmurostur með skinku- og beikonbragði
8-10 sneiðar af samlokuskinku (smátt saxað)
sesamfræ

Aðferð:

Hitið mjólkina í örbylgjuofni í um 45 sekúndur, eða þar til hún er volg. Hellið þurrgeri, sykri og salti saman við og látið þetta standa í fimm mínútur. Blandið síðan gerblöndunni saman við hveiti og smjör. Ekki samt blanda öllu hveitinu saman við strax heldur skiljið 1 bolla eftir og bætið við ef deigið er of blautt. Hnoðið vel og hyljið síðan skálina með hreinu viskastykki og leyfið deiginu að hefast í um klukkustund.

Hitið ofninn í 210°C og klæðið ofnplötur með smjörpappír. Skiptið deiginu í 6-8 búta. Fletjið út hring úr hverjum bút og skerið hann síðan í 8 jafnstóra þríhyrninga. Smyrjið smurostinum á breiða endann á hverjum þríhyrning og drissið skinkunni yfir. Rúllið hornunum upp með því að byrja á breiða endanum. Raðið á plöturnar.

Þeytið egg og mjólk eða vatn saman og penslið skinkuhornin með blöndunni. Stráið síðan sesamfræjum yfir þau. Ekki skemmir að drissa rifnum osti yfir líka. Bakið í 13-16 mínútur eða þar til hornin eru farin að taka góðan lit.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa