fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Matur

Franskar pönnukökur sem heilla gesti: Sjáið uppskriftina

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 28. desember 2018 13:00

Æðislegar pönnukökur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Franskar pönnukökur, eða crepes, eru afskaplega góðar og hægt að fylla þær með hverju sem er. Hér er mjög einföld uppskrift að pönnukökunum sem einfaldlega eru fylltar með ferskum ávöxtum og berjum og síðan dustaðar með flórsykri.

Franskar pönnukökur

Hráefni:

1 bolli hveiti
2 stór egg
1 msk. sykur
1/4 tsk. salt
1 1/2 bolli nýmjólk
1 msk. smjör
ferskir ávextir og ber
flórsykur

Aðferð:

Setjið hveiti í stóra skál og þeytið eggjunum síðan varlega saman við. Bætið sykri og salti saman við og hrærið. Hrærið mjólkinni smátt og smátt saman við og þeytið á meðan þið blandið henni saman við deigið. Látið deigið sitja við stofuhita í um það bil tuttugu mínútur, eða þar til toppurinn freyðir. Bræðið smjörið í lítilli pönnu, eða pönnukökupönnu, yfir meðalhita. Setjið um það bil 1/4 bolla af deigi á pönnuna í einu og veltið deiginu um pönnuna til að hylja hana, líkt og um pönnukökubakstur væri að ræða. Steikið í 2 mínútur, snúið síðan við og steikið í 1 mínútu á hinni hliðinni. Endurtakið með restina af deiginu. Fyllið með ferskum ávöxtum og dustið með flórsykri áður en þið berið fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa