Fimmtudagur 12.desember 2019
Matur

Hrönn bauð í danskan julefrokost: Töfraði fram hlaðborð af kræsingum

Fagurkerar
Þriðjudaginn 18. desember 2018 18:30

Hrönn og jólakræsingarnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég er alltaf með danskt julefrokost jólaboð fyrir jólin. Þá býð ég uppá allskonar danska jólarétti og með þessu er drukkinn bjór og ákavíti.

Þetta er ótrúlega skemmtilegur matur til að borða í góðum hópi þar sem borðhaldið tekur langan tíma, enda margir réttir að smakka á og eins er þetta matur sem er gaman að narta í langt fram eftir kvöldi.

Ég sýndi aðeins frá undirbúningi á Snapchat og fékk mjög jákvæð viðbrögð svo ég ákvað að henda í bloggfærslu með nokkrum uppskriftum.

Þetta eru réttirnir sem ég býð uppá (Skrunið niður til að sjá uppskriftir):

Hreindýrabollur með gráðostasósu
Jólaskinka og kartöflusalat
Bananasíld og sveppamauk
Bökuð lifrarkæfa með beikoni og sveppum


Reyktur og grafinn lax, sósa, aspas og egg
Rækjukokteill
Roastbeef, remúlaði og steiktur laukur
Hreindýrapaté og hindberjasulta
Fiskipaté og hindberjasósa


Grafið nautafile og tvítaðreykt lambainnralæri með piparrótarsósu (keypt í Kjötkompaní)
Rauðlaukssulta
Rúgbrauð, gróft brauð, ristað brauð
Bjór og ákavíti
Ris a la mande grautur með karamellusósu og brownie

Hér fyrir neðan eru helstu uppskriftirnar sem ég nota:

Hreindýrabollur

Hráefni:

800 g hreindýrahakk
1/2 dl sódavatn
1 pk Tuc bacon kex
200 g sveppir, smátt skornir
púrrulauksúpa (1 pakki)
1 laukur, smátt skorinn
2 msk. fljótandi villibráðakraftur
salt og pipar

Aðferð:

Blandið öllu saman í skál með höndunum og mótið litlar bollur. Bollurnar eru steiktar á pönnu uppúr smjöri þar til eldaðar í gegn. Borið fram með kaldri gráðostasósu.

Kartöflusalat

Hráefni:

forsoðnar parísarkartöflur
epli
rauð paprika
soðin egg
rauðlaukur
karrý
majónes
18% sýrður rjómi
salt og pipar

Aðferð:

Öllu blandað saman – magn fer algjörlega eftir smekk.

Bananasíld

Hráefni:

1 krukka síld (bara síldarbitanir)
2 bananar
majónes eftir smekk
sletta af sýrðum rjóma
karrý eftir smekk

Rækjukokteill

Hráefni:

1 poki rækjur
lárpera
rauð paprika
rauðlaukur
kokteilsósa
kál

Aðferð:

Rækjur léttsteiktar með salti og pipar á pönnu. Lárpera, paprika og rauðlaukur skorið í bita. Öllu blandað saman með kokteilsósu og lagt á kálbeð.

Roastbeef

Hráefni:

1200 g nautainnralæri (roastbeef)
remúlaði
steiktur laukur
salt og pipar

Aðferð:

Ég elda alltaf roastbeef í sous vide. Þá set ég það vakúm pakkað í sous vide tækið mitt í 4 tíma á 54°C hita. Ég tek það svo uppúr, krydda með salti og pipar og steiki það í smjöri á háum hita og brúna vel að utan. Læt svo standa i 15 mínútur og sker svo í þunnar sneiðar. Borið fram með remúlaði og steiktum lauk.

Sveppamauk

Hráefni:

500 g sveppir
3 msk. smjör
1 msk. sítrónusafi
salt og pipar
500 ml rjómi
1 tsk. maizena þykkingarefni

Aðferð:

Steikið sveppi í smjöri á pönnu þar til þeir eru gullinbrúnir. Bætið sítrónusafa og rjóma útí og látið malla í 3-5 mínútur. Bætið maizena þykkingarefni útí og látið suðuna koma upp aftur. Blandan þykknar þegar hún kólnar. Berið fram við stofuhita með öllu hinu.

Ris a la mande grautur

Hráefni:

100 g grautargrjón
smjör
700 ml nýmjólk
1 vanillustöng
60 g hvítt súkkulaði
250 g þeyttur rjómi
75 g flórsykur

Aðferð:

Penslið pott með smjöri og látið suðuna koma uppá mjólkinni. Bætið grautargrjónum útí ásamt vanillustöng og látið sjóða í 35 mín eða þar til grjónin eru mjúk. Bætið hvítu súkkulaði útí blönduna í lokin. Veiðið vanillustöng uppúr og kælið. Þeytið rjóma og blandið flórsykri útí. Blandið varlega saman við grautarblönduna. Berið fram með karamellusósu.

Karamellusósa

Hráefni:

50 g sykur
50 g púðursykur
50 g síróp
75 g smjör
125 ml rjómi

Aðferð:

Bræðið sykur, púðursykur, síróp og smjör saman í potti og látið malla í 3 mínútur. Hellið rjómanum útí og blandið vel saman. Kælið.

Vona að þetta gefi ykkur góðar hugmyndir – endilega kíkið á mig á snapchat í jólagírnum – hronnbjarna

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 1 viku

Áskorun á vinsælum veitingastað klikkaði svakalega – Slökkviliðið kom henni til bjargar

Áskorun á vinsælum veitingastað klikkaði svakalega – Slökkviliðið kom henni til bjargar
Matur
Fyrir 1 viku

Í sjokki þegar hann sá hvað stóð á kvittuninni frá skyndibitastaðnum

Í sjokki þegar hann sá hvað stóð á kvittuninni frá skyndibitastaðnum
Matur
Fyrir 2 vikum

Sviplegt fráfall MasterChef-stjörnu skekur veitingabransann – Jamie Oliver í molum

Sviplegt fráfall MasterChef-stjörnu skekur veitingabransann – Jamie Oliver í molum
Matur
Fyrir 2 vikum

Allt sem Ian Somerhalder borðar á einum degi

Allt sem Ian Somerhalder borðar á einum degi
Matur
Fyrir 2 vikum

Saga Royal-búðingsins – Fortíðarþrá í íslensku þjóðarsálinni: „Fyrsti „maturinn“ sem krakkarnir læra að elda“

Saga Royal-búðingsins – Fortíðarþrá í íslensku þjóðarsálinni: „Fyrsti „maturinn“ sem krakkarnir læra að elda“
Matur
Fyrir 2 vikum

Ketó – með eða á móti?

Ketó – með eða á móti?