fbpx
Laugardagur 25.maí 2019
Matur

Lakkrísskyrterta með döðlugottsbotni

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 20. nóvember 2018 15:00

Alltof góð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Döðlugottið er alltaf jafn vinsælt, en hér er á ferð döðlugottsbotn skreyttur með lakkrísskyrteru. Gerist þetta eitthvað betra?

Lakkrísskyrterta með döðlugottsbotni

Hráefni – Botn:

200 g döðlur
120 g smjör
4 msk. púðursykur
1-1/2 bolli Rice Krispies

Aðferð:

Takið til form sem er sirka 18-20 sentímetra stórt. Ég ákvað að gera mína köku kassalaga en auðvitað er það bara smekksatriði. Og athugið að það er lítið mál að tvöfalda þessa uppskrift því þessi kaka klárast á núll einni.
Setjið döðlur, smjör og púðursykur í pott og bræðið saman yfir meðalhita. Látið blönduna sjóða og malla þar til döðlurnar hafa nánast leysts upp og minna á karamellur, í sirka 3-5 mínútur. Gott er að þrýsta á döðlurnar með viðarsleif á meðan þetta mallar. Þetta er í raun líkt og hið hefðbundna döðlugott sem allir elska. Takið pottinn af hellunni og blandið Rice Krispies saman við eftir smekk. Þrýstið blöndunni í botninn á forminu og kælið alveg inni í ísskáp.

Hráefni – Skyrfylling:

2 dósir lakkrísskyr (400 g)
1 1/2-2 dl rjómi
1 tsk. vanilludropar
2 msk. flórsykur

Aðferð:

Þeytið rjómann. Hrærið hin hráefnin vel saman og blandið síðan rjómanum varlega saman við. Skellið blöndunni ofan á botninn og aftur inn í ísskáp í 2-3 tíma. Svo er náttúrulega tryllt að strá smá pipardufti yfir kökuna rétt áður en hún er borin fram!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 4 dögum

Veitingahúsaveldi Jamie Oliver riðar til falls – Jamie‘s Italian tekið til gjaldþrotaskipta: „Ég er virkilega leiður“

Veitingahúsaveldi Jamie Oliver riðar til falls – Jamie‘s Italian tekið til gjaldþrotaskipta: „Ég er virkilega leiður“
Matur
Fyrir 4 dögum

Baksturinn verður leikur einn ef þú fylgir þessu eina einfalda ráði

Baksturinn verður leikur einn ef þú fylgir þessu eina einfalda ráði
Matur
Fyrir 1 viku

Þetta gerist ef þú snýrð popp pokanum vitlaust í örbylgjuofninum

Þetta gerist ef þú snýrð popp pokanum vitlaust í örbylgjuofninum
Matur
Fyrir 1 viku

Svali lifir tvöföldu lífi: Íslendingar í sjokki – „Veit Kveikur af þessu?“

Svali lifir tvöföldu lífi: Íslendingar í sjokki – „Veit Kveikur af þessu?“