fbpx
Fimmtudagur 21.janúar 2021
Matur

Ótrúleg kaka sem er eins og risastórt Twix

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 12. október 2018 14:00

Þessi tekur tíma en er hverrar sekúndu virði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við erum búin að hugsa um lítið annað en nýja Twix-ið með þrefalda súkkulaðinu síðan við sögðum frá því hér á matarvefnum. Við hófum því leit að einhverjum eftirrétti innblásnum af Twix-i og fundum þessa rosalegu köku sem er eins og risastórt Twix-stykki. Þetta er of gott til að vera satt.

Risastór Twix-kaka

Kaka – Hráefni:

375 g hveiti
150 g sykur
1 tsk. salt
460 g mjúkt smjör

Karamellufylling – Hráefni:

165 g ljós púðursykur
165 g ljóst maíssíróp („corn syrup“)
170 g smjör
180 ml rjómi
smá salt

Súkkulaðigarður – Hráefni:

175 g mjólkursúkkulaði, bráðið

Súkkulaðihjúpur – Hráefni:

350 g mjólkursúkkulaði
3 msk. kókosolía

Aðferð:

Hitið ofninn í 180°C og takið til brauðform sem er sirka 30×11 sentímetrar. Klæðið formið með smjörpappír. Fyrst búið þið til kökuna. Blandið saman hveiti, sykri og salti. Bætið smjörinu saman við og vinnið það inn i deigið með höndunum þar til deigið er slétt og fellt. Setjið deigið í formið og hyljið með álpappír. Bakið í 45 mínútur, takið álpappírinn af og bakið í aðrar 45 til 60 mínútur, eða þar til kakan er ljósbrún. Leyfið henni að kólna alveg.

Þá búið þið til karamellufyllingu. Blandið púðursykri, sírópi, smjöri, rjóma og salti saman í meðalstórum potti og náið upp suðu í karamellunni yfir meðalhita. Látið sjóða í 5 mínútur. Lækkið síðan hitann og leyfið karamellunni að malla í 10 mínútur til viðbótar. Takið pottinn af hellunni og hellið karamellunni yfir kólnaða kökuna. Leyfið þessu að kólna í ísskáp í um 2 tíma.

Síðan bræðið þið súkkulaði fyrir súkkulaðigarðinn. Setjið smjörpappírsörk á fat eða ofnplötu. Hellið helmingnum af súkkulaði á smjörpappírinn. Takið síðan kökuna með karamellunni úr forminu og setjið hana ofan á bráðna súkkulaðið. Hellið restinni ofan á kökuna og búið til rákir með sleif eða sleikju. Setjið kökuna aftur inn í ísskáp í um 20 mínútur. Þá búið þið til súkkulaðihjúp með því að hita olíu og súkkulaði í örbylgjuofni í 30 sekúndur í viðbót og munið að hræra alltaf á milli holla. Leyfið súkkulaðihjúpnum að kólna í um korter. Takið kökuna úr ísskápnum og látið hana standa á 2 glösum á bakkanum. Hellið hjúpnum yfir kökuna og passið að hylja hana alveg. Setjið aftur í ísskáp í um klukkustund.

Smellið hér til að sjá myndband af kökugerðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
12.12.2020

Þetta borðar Birgitta Haukdal á venjulegum degi

Þetta borðar Birgitta Haukdal á venjulegum degi
Matur
11.12.2020

Jóladöðlugott sem tryllir bragðlaukana

Jóladöðlugott sem tryllir bragðlaukana
Matur
05.12.2020

Bismark-brownies tryllingur að hætti Unu

Bismark-brownies tryllingur að hætti Unu
Matur
05.12.2020

Þetta borðar Völundur Snær á venjulegum degi

Þetta borðar Völundur Snær á venjulegum degi
Matur
28.11.2020

Truflaðar vegan súkkulaðitrufflur sem bráðna í munni

Truflaðar vegan súkkulaðitrufflur sem bráðna í munni
Matur
25.11.2020

Gómsæt þakkargjörðarmáltíð – Fylltir kalkúnaleggir, sætar kartöflur og trönuberjasulta

Gómsæt þakkargjörðarmáltíð – Fylltir kalkúnaleggir, sætar kartöflur og trönuberjasulta