fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Matur

Þú trúir því ekki að þessi pítsa sé ketó

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 26. september 2018 09:33

Þessi pítsa gefur öðrum pítsum ekkert eftir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ketó-mataræðið, sem snýst í grunninn um að sneiða kolvetni að mestu úr mataræðinu, hefur verið afskaplega vinsælt á Íslandi, og raun um heim allan, uppá síðkastið.

Það getur verið erfitt að breyta um mataræði og forðast rétti sem maður lagði sér áður til munns. Eins og til dæmis pítsu. Því höfum við á matarvef DV fundið stórkostlega ketó-pítsu sem gefur „hefðbundinni“ pítsu ekkert eftir. Svo skemmir ekki fyrir að það tekur enga stund að búa pítsuna til og því hentar hún fullkomlega þegar klukkan er korter í kvöldmat og hugmyndaflugið algjörlega steindautt.

Þessi pítsa klikkar ekki!

Ketó-pítsa

Botn – hráefni:

2 egg, þeytt

150 g rifinn ostur (hér er mjög gott og bragðmeira að nota rifinn cheddar-ost)

pítsasósa

álegg að eigin vali

2 msk ólífuolía

1 hvítlauksgeiri

handfylli af rifnum osti

Aðferð:

Hitið ofninn í 200°C og setjið smjörpappír á ofnplötu. Hrærið eggjum og 150 g af osti vel saman og dreifið úr blöndunni á smjörpappír. Bakið í 10 til 15 mínútur, eða þar til botninn hefur tekið góðan lit. Botninn er látinn kólna aðeins, bara í um það bil fimm mínútur, og síðan er pítsusósu dreift yfir hann. Sumir vilja kaupa tilbúna pítsasósu en það er einnig þjóðráð að búa til sósuna úr tómatpúrru, vatni, parmesanosti, hvítlauk, salti og pipar. Jafnvel bæta smá chili flögum í sósuna ef hún á að vera sterk. Síðan er áleggi að eigin vali raðað ofan á pítsasóuna og loks handfylli af osti drissað yfir. Ólífuolíunni og hvítlauk er blandað saman og kantarnir penslaðir með hvítlauksolíunni. Olíunni er síðan drissað létt yfir pítsuna. Pítsan er því næst sett inn í ofn og bökuð í 5 til 8 mínútur, eða þar til ostur er bráðnaður.

Á þessari pítsu er parma skinka og rjómaostur.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa