fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Matur

Besti heitirétturinn!

Aníta Estíva Harðardóttir
Miðvikudaginn 4. október 2017 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Já, ég lýg því ekkert þegar ég skírði færsluna besti heitirétturinn!
Ég hef gert þennan rétt marg oft í veislum og klárast hann alltaf upp til agna og er ég alltaf beðin um uppskrift.
Svo hér er hún komin á rafrænt form:

Innihald:

2x mexíkó ostur (ég hef vanalega notað texmex ost en hann var ekki til og þessi réttur varð ekkert síðri)
1x skinku og beikonostur
1 líter rjómi
Tæpir 2 pakkar brauðtertubrauð
1 pakki niðurskornir sveppir
3 pakkar pepperóní
1 stór beikon pakki
Rifinn ostur

Aðferð:

Bræða í potti alla ostana með rjómanum á lágum hita, þegar það er orðið vel bráðið bætið þið niðurskornu beikoni út í og leyfið að malla dágóða stund. Bætið svo niðurskornu pepperóní og sveppum við allt saman og leyfið því að vera smá stund í rjóma sósunni svo bragðið blandist vel saman.

 

Rífið þar næst brauð í bita og leggið þett í botninn á eldföstu móti. Hellið rjómasósunni yfir og setjið svo annað lag af brauði og svo koll af kolli.

Í lokin stráið þið rifnum osti yfir allt saman og setjið inn í ofn í um það bil 20 mínútur eða þar til osturinn er vel bráðinn og gullinn.

Verði ykkur að góðu!

Uppskriftin birtist upphaflega á síðu Fagurkera.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa