fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Útsendari Trump leggur til að Úkraínu verði skipt í tvennt

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 15. apríl 2025 18:30

Úkraínski fáninn blaktir nærri Lyman. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Keith Kellogg, sérstakur útsendari Donald Trump í málefnum Úkraínu, leggur til að Úkraínu verði skipt í tvennt við Dnipro ána frá Svartahafi að borginni Zaporizjzja. Hlutlaust svæði á að vera þar sem víglínan er núna.

Þetta sagði hann í samtali við The Times og skýrir þar hugsanlega frá sýn Trump á framtíð Úkraínu.

Hugmyndin er sótt í skiptingu Þýskalands og Berlínar eftir síðari heimsstyrjöldina. „Þetta gæti líkst því sem gerðist í Berlín eftir síðari heimsstyrjöldina, þar sem voru rússneskt svæði, franskt svæði, breskt svæði og bandarískt svæði,“ sagði Kellogg.

Bandaríkin hafa reynt að koma á friði í Úkraínu síðustu tvo mánuði en eins og kunnugt er þá sagði Trump ítrekað í kosningabaráttunni á síðasta ári að hann gæti komið á friði í Úkraínu á fyrstu 24 klukkustundum sínum í Hvíta húsinu. Nú eru þó liðnar gott betur en 24 klukkustundir og ekki að sjá að friður sé í augsýn. Vladímír Pútín, Rússlandsforseti og að margra mati vinur Trump, virðist ekki hafa mikinn á huga á að semja um frið.

The Times sagði að ummæli Kellogg veiti „bestu innsýnina“ í framtíðarsýn Trump fyrir Úkraínu til þessa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi