fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
FréttirPressan

Katrín hertogaynja komin á fæðingardeildina – Þriðja barn hennar og Vilhjálms prins á leið í heiminn

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 23. apríl 2018 07:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín, hertogaynja af Cambridge, eiginkona Vilhjálms Bretaprins var lögð inn á fæðingardeild St Mary‘s sjúkrahússins í Lundúnum nú í morgun en hún er komin með hríðir og því er þriðja barn þeirra hjóna væntanlegt í heiminn. Hin tvö börn Katrínar og Vilhjálms, Georg og Charlotte, fæddust einmitt á þessu sjúkrahúsi.

Það var tilkynnt í september að þau hjón ætti von á þriðja barni sínu. Eins og með fyrri tvær meðgöngunar var tilkynnt snemma um þetta þar sem Katrín hefur þjáðst af mjög mikilli morgunógleði á þeim og átt erfitt með að sinna konunglegum skyldum sínum.

Sky-fréttastofan segir að breska hirðin hafi aðeins upplýst að von væri á barninu í heiminn nú í apríl en hafi ekki skýrt nánar frá dagsetningu. Sky segir hjónin viti ekki hvors kyns barnið er.

Sömu læknar. ljósmæður og hjúkrunarfræðingar og tóku á móti George og Charlotte munu koma að fæðingunni núna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kjúklingur og kókaín

Kjúklingur og kókaín
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision
Pressan
Fyrir 2 dögum

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingur kemur með óvæntar upplýsingar um baðferðir fólks

Sérfræðingur kemur með óvæntar upplýsingar um baðferðir fólks