fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Mótmæla sölu félagsheimilisins Hnitbjarga – Tvöfaldur íbúafjöldinn skrifað undir undirskriftalista á einum degi

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 4. júlí 2025 15:30

Félagsheimilið Hnitbjörg. Skjáskot/Ja.is.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vel á fjórða hundrað hafa skrifað undir undirskriftalista til að mótmæla sölu félagsheimilisins Hnitbjarga á Raufarhöfn. Vilja margir íbúar að heimilið verði um ókomna tíð í eigu samfélagsins.

„Nú hefur Norðurþing ákveðið að skoða sölumöguleika félagsheimilis okkar, Hnitbjörg. Við mótmælum þessari ákvörðun harðlega — bæði sem íbúar, brottfluttir Raufarhafnarbúar, aðrir sem eiga djúpar taugar til þessa einstaka staðar og þeir sem vilja leggja málstaðnum lið,“ segir í færslu með undirskriftalista á vefsvæðinu island.is.

Listinn var settur í loftið í gær, fimmtudaginn 3. júlí, og gildir til 1. ágúst næstkomandi. Þegar þetta er skrifað hafa 346 skrifað undir. Það eru umtalsvert fleiri en búa í sjálfu þorpinu á austanverðri Melrakkasléttu. En íbúafjöldinn er í kringum 180 manns.

„Hnitbjörg hefur í áratugi verið hjartað í samfélagi okkar: vettvangur tónleika, ráðstefna, menningarviðburða og ómetanlegra samverustunda bæjarbúa og gesta. Þetta hús stendur ekki aðeins fyrir steinsteypu – heldur tengsl milli kynslóða, raddlaust minningasafn og samastaður í gleði og sorg,“ segir í færslunni. „Með því að skrifa undir undirskriftalistann lýsir þú eindregnum stuðningi við að viðhalda félagsheimilinu Hnitbjörg á Raufahöfn, sem opinberu og lifandi rými fyrir núverandi og komandi kynslóðir. Við viljum ekki sjá Hnitbjörg glatast úr höndum Raufarhafnarbúa Við krefjumst þess að Hnitbjörg verði áfram í eigu samfélagsins – fyrir fólkið, framtíðina og menningararfleifð okkar. Látum rödd okkar heyrast – Hnitbjörg á ekki að fara á sölu!“

Norðurþing er ekki eina sveitarfélagið sem er í söluhugleiðingum á félagsheimilum. Í Skagafirði stendur til að selja félagsheimili Rípurhrepps við litla hrifningu sveitunga í Hegranesi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Í gær

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Búið að landa tæplega 15 þúsund tonnum í Grindavík í ár

Búið að landa tæplega 15 þúsund tonnum í Grindavík í ár