fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Fréttir

Múlaborgarmálið: Stutt í réttarhöldin yfir Hannesi og dómur fellur fyrir jól

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 13. nóvember 2025 12:30

Hannes Valle Þorsteinsson. Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Réttarhöld, þ.e.a.s. aðalmeðferð, í máli gegn Hannes Valle Þorsteinssyni, sem ákærður er fyrir kynferðisbrot í leikskólanum Múlaborg, verður í næstu viku, nánar tiltekið þriðjudaginn 18. nóvember.

Réttarhöldin verða í dómsal 402 í Héraðsdómi Reykjavíkur, en um er að ræða lítinn dómsal á fjórðu hæð hússins. Þessar upplýsingar er að finna á vefsíðu dómstólanna en starfsmaður dómsins staðfesti í símtali við DV að þær væru réttar. Þetta er þó birt með þeim fyrirvara að dagskrá dómsmála getur almennt breyst af ófyrirsjáanlegurm ástæðum.

Sjá einnig: Hannes ákærður fyrir tvö brot gegn einu barni

Hannes, sem er 22 ára, fyrrverandi starfsmaður leikskólans, er ákærður fyrir að hafa brotið tvisvar gegn sama stúlkubarninu með því að hafa haft önnur kynferðismök en samræði gegn henni. Hann er þar sagður hafa misnotað freklega yfirburðastöðu sína gagnvart stúlkunni, brugðist trausti hennar og trúnaði hennar, sem starfsmaður leikskólans. Í síðara brotinu er hann jafnframt sagður hafa notfært sér að þannig var ástatt um stúlkuna að hún gat ekki spornað við verknaðinum vegna svefndrunga. Brotin áttu sér stað í leikskólanum þar sem stúlkan var nemandi og Hannes leiðbeinandi.

Þinghald er lokað sem þýðir að enginn verður viðstaddur nema málsaðilar, vitni, dómari, lögmenn og annað viðkomandi starfsfólk. Ekki má greina frá því sem fram fer í lokuðu þinghaldi þar til dómur fellur.

Verjandi Hannesar er Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður.

Samkvæmt lögum um meðferð sakamála skal kveða upp dóm í máli ekki síðar en fjórum vikum eftir aðalmeðferð. Miðað við það fellur dómur yfir Hannesi fyrir jól.

Ekki liggur fyrir hvort Hannes verður ákærður fyrir fleiri brot. RÚV greindi frá því í byrjun október að hann væri grunaður um brot gegn fleiri en tíu börnum.

Ennfremur liggur ekki fyrir, þar sem þinghald er lokað, hvort Hannes játaði eða neitaði sök við þingfestingu málsins á miðvikudag. Hins vegar hefur komið fram í fjölmiðlum að hann játaði brotin gegn stúlkunni í yfirheyrslu lögreglu í ágústmánuði.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Múlaborgarmálið: Braut Hannes gegn fleiri börnum?

Múlaborgarmálið: Braut Hannes gegn fleiri börnum?
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Hafnarstjórar landsins segja mikla óvissu framundan

Hafnarstjórar landsins segja mikla óvissu framundan
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sigurður hjólar í Kveik – „Þetta eru ekki ýkjur heldur beinlínis ósannar fullyrðingar“

Sigurður hjólar í Kveik – „Þetta eru ekki ýkjur heldur beinlínis ósannar fullyrðingar“
Fréttir
Í gær

Ásakanir um einelti á árshátíð laganema í HR – „Þetta var mjög niðurlægjandi“

Ásakanir um einelti á árshátíð laganema í HR – „Þetta var mjög niðurlægjandi“
Fréttir
Í gær

Situr uppi með reikninginn eftir óskýrar leiðbeiningar heilsugæslunnar

Situr uppi með reikninginn eftir óskýrar leiðbeiningar heilsugæslunnar