fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Símon slapp með skilorð fyrir að grípa um lim drengs

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 23. janúar 2025 20:30

Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd: DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Símon Ingvar Jósefsson var fyrr í dag sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að grípa utan um lim ólögráða drengs og segja honum að hann væri ekki með standpínu. Símon játaði brot sitt en mikil dráttur á meðferð málsins átti sinn þátt í því að hann hlaut skilorðbundinn fangelsisdóm.

Í dómnum kemur fram að atvikið hafi átt sér stað í sturtuklefa sundlaugar sumarið 2022. Það er ekki tilgreint um hvaða sundlaug var að ræða en eins og DV hefur greint frá var það í Grafarvogslaug. Var Símon ákærður fyrir kynferðislega áreitni en ákæran var lögð fram í desember 2024.

Óhugnaður í Grafarvogslaug – Meintur barnaníðingur ákærður

Aldur drengsins er ekki tilgreindur í dómnum en fram kemur að hann var ólögráða þegar atvikið átti sér stað.

Símon játaði brot sitt en verjandi hans krafðist þess að honum yrði ekki gerð refsing.

Fram kemur í dómnum að Símon hafi fjórum sinnum gengist undir lögreglustjórasátt vegna umferðarlagabrota, síðast í september 2022. Fjórða brotið var metið honum til refsiauka í þessu máli sem og ungur aldur drengsins og alvarleiki brotsins. Á móti var horft til játningar Símonar og hversu langan tíma meðferð málsins tók sem ekki væri hægt að kenna honum um. Eins og áður segir átti brotið sér stað fyrir tveimur og hálfu ári en ákæra var gefin út í síðasta mánuði.

Því þótti hæfilegt að dæma Símon í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Hann var þar að auki dæmdur til að greiða drengnum 500.000 krónur í miskabætur auk vaxta en móðir drengsins hafði krafist 1.200.000 króna fyrir hans hönd.

Dóminn í heild sinni er hægt að nálgast hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Í gær

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag
Fréttir
Í gær

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússar breyta um taktík – Írönsku drónarnir verða sífellt hættulegri

Rússar breyta um taktík – Írönsku drónarnir verða sífellt hættulegri