fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Fréttir

Trump greindur með bláæðabilun

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 17. júlí 2025 19:30

Donald Trump/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, hefur verið greindur með langvinna bláæðabilun eftir að bólga sást í neðri hluta fóta hans síðustu vikur. Þetta kom fram í tilkynningu frá Hvíta húsinu .

Trump, sem er 79 ára, gekkst undir ítarlega skoðun sem innihélt æðarannsóknir með ómskoðun, samkvæmt yfirlýsingu frá lækni forsetans, Sean Barbabella. Karoline Leavitt, upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, las upp úr minnisblaði læknisins á blaðamannafundi.

„Ómskoðanir á báðum fótleggjum leiddu í ljós langvinna bláæðabilun (ICD-9), sem er algengt ástan,  sérstaklega meðal fólks yfir sjötugt,“ sagði í tilkynningunni.

Trump hafði sjálfur tekið eftir vægri bólgu í fótleggjum undanfarnar vikur og leitaði til læknis í kjölfarið.  Sérstaklega er tekið fram í tilkynningunni að engin merki hafi fundist um blóðtappa eða sjúkdóma í slagæðum, og öll blóðpróf voru innan eðlilegra marka. Þá sýndi hjartaómskoðun enga vísbendingu um hjartabilun, skerta nýrnastarfsemi eða aðra kerfisbundna sjúkdóma.

Langvinn bláæðabilun er ástand þar sem lokur í bláæðum virka ekki eðlilega, sem getur valdið því að blóð safnast upp í fótum. Einkenni geta verið bólga í ökkla og fótleggjum, krampi, sársauki eða jafnvel breytingar á húð. Um 150.000 manns greinast árlega með ástandið og tíðnin eykst með aldri. Meðferð felur yfirleitt í sér lyf eða aðgerðir í alvarlegri tilvikum.

Leavitt tjáði sig einnig um marbletti sem hafa sést á höndum Trump og sagði þá vera afleiðingu „tíðra handabanda og notkunar á aspiríni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Átta börn fædd með erfðaefni frá þremur – Laus við hættulega erfðasjúkdóma

Átta börn fædd með erfðaefni frá þremur – Laus við hættulega erfðasjúkdóma
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Ósátt við rukkunaraðferð Bílastæðasjóðs: Sótti systur sína og var sektuð meðan hún beið

Ósátt við rukkunaraðferð Bílastæðasjóðs: Sótti systur sína og var sektuð meðan hún beið
Fréttir
Í gær

Kalla eftir lagabreytingum í íslenskum kynlífsiðnaði og segja mörgum spurningum ósvarað um nýlegar aðgerðir lögreglu

Kalla eftir lagabreytingum í íslenskum kynlífsiðnaði og segja mörgum spurningum ósvarað um nýlegar aðgerðir lögreglu
Fréttir
Í gær

Skemmtiferð íslenskra feðga breyttist í martröð – Faðirinn handtekinn fyrir kókaínsmygl á Schiphol-flugvelli

Skemmtiferð íslenskra feðga breyttist í martröð – Faðirinn handtekinn fyrir kókaínsmygl á Schiphol-flugvelli
Fréttir
Í gær

Ragnhildur segir samfélagsmiðla auka á kvíða fólks – „Ég er með þá reglu að eftir kvöldmat er bara enginn sími“

Ragnhildur segir samfélagsmiðla auka á kvíða fólks – „Ég er með þá reglu að eftir kvöldmat er bara enginn sími“
Fréttir
Í gær

Fær ekki að byggja gistihús á Laugavegi

Fær ekki að byggja gistihús á Laugavegi