fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Fréttir

Hneykslismál skekur Tæland: Sögð hafa táldregið munka og kúgað síðan fé út úr þeim

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 17. júlí 2025 21:48

Hið meinta tálkvendi, Wilawan Emsawat, hefur farið illa með margan munkinn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Taílensk kona, Wilawan Emsawat, 35 ára, hefur verið handtekin vegna gruns um að hafa táldregið nokkra háttsetta búddamunka og notað síðan myndbandsupptökur af ástarfundunum til að kúga fé út úr þeim, næstum 1,5 milljarð króna. Peningum sem Emsawat er sögð hafa spreðað í gjálífi og veðmál.

Málið hefur vakið mikla athygli en það komst í hámæli þegar virtur virtur munkur, Phra Thep Wachirapamok,  yfirgaf klaustur sitt í Bangkok skyndilega og hvarf. Fljótlega kom í ljós að hann hafði átt í leynilegu ástarsambandi við Emsawat, sem sagðist vera barnshafandi og krafðist hárrar þöggunargreiðslu. Þegar hann neitaði, sendi hún gögnin áfram innan klaustursins og munkurinn flúði í kjölfarið, heltekinn af skömm.

Lögreglan gerði húsleit hjá Emsawat og fann þar fimm síma með gríðarlegu magni  af viðkvæmu efni, meðal annars myndefni þar sem hún sést með öðrum háttsettum munkum og jafnvel stjórnmálamönnum.

Í viðtali við taílenska fjölmiðla viðurkenndi Emsawat að hafa átt í sambandi við tvo munka og einn trúarprófessor. Hún hafi einnig þegið dýrar gjafir – þar á meðal Mercedes-Benz og háar upphæðir inn á bankareikning sinn.

Lögreglan rannsakar nú fleiri klaustur, en talið er að minnsta kosti níu munkar hafi orðið fyrir barðinu á hinu meinta tálkvendi

Málið  er eitt af mörgum hneykslismálum sem hefur dunið yfir búddistareglur í Tælandi undanfarin ár. Yfirvöld íhuga nú að endurskoða reglur og taka upp háar sektir og jafnvel fangelsisdóma fyrir munka sem brjóta gegn heitum sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Átta börn fædd með erfðaefni frá þremur – Laus við hættulega erfðasjúkdóma

Átta börn fædd með erfðaefni frá þremur – Laus við hættulega erfðasjúkdóma
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Ósátt við rukkunaraðferð Bílastæðasjóðs: Sótti systur sína og var sektuð meðan hún beið

Ósátt við rukkunaraðferð Bílastæðasjóðs: Sótti systur sína og var sektuð meðan hún beið
Fréttir
Í gær

Kalla eftir lagabreytingum í íslenskum kynlífsiðnaði og segja mörgum spurningum ósvarað um nýlegar aðgerðir lögreglu

Kalla eftir lagabreytingum í íslenskum kynlífsiðnaði og segja mörgum spurningum ósvarað um nýlegar aðgerðir lögreglu
Fréttir
Í gær

Skemmtiferð íslenskra feðga breyttist í martröð – Faðirinn handtekinn fyrir kókaínsmygl á Schiphol-flugvelli

Skemmtiferð íslenskra feðga breyttist í martröð – Faðirinn handtekinn fyrir kókaínsmygl á Schiphol-flugvelli
Fréttir
Í gær

Ragnhildur segir samfélagsmiðla auka á kvíða fólks – „Ég er með þá reglu að eftir kvöldmat er bara enginn sími“

Ragnhildur segir samfélagsmiðla auka á kvíða fólks – „Ég er með þá reglu að eftir kvöldmat er bara enginn sími“
Fréttir
Í gær

Fær ekki að byggja gistihús á Laugavegi

Fær ekki að byggja gistihús á Laugavegi