fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fréttir

Keyrði viljandi á bíl í Kömbunum svo hann lenti utan vegar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 14. maí 2025 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur ákært mann um fimmtugt fyrir brot á almennum hegningarlögum og umferðarlögum með því að hafa miðvikudaginn 17. janúar 2024 ekið bíl suður Suðurlandsveg, á leið niður Kambana, sviptur ökurétti og án nægjanlegrar tillitssemi og varúðar og án þess að hafa nægilegt hliðarbil á milli bíla.

Í ákærunni er hann sagður hafa keyrt vísvitandi utan í hlið bíls sem hafnaði utan vegar en ökumaður hans náði að aka aftur inn á akbrautina. Í kjölfarið sinnti ákærði ekki skyldum sínum við umferðaróhapp heldur keyrði á brott. Er hann sakaður um að hafa á ófyrirleitinn hátt stofnað lífi og heilsu hins ökumannsins í hættu.

Málið var þingfest fyrir Héraðsdómi Suðurlands þann 8. maí síðastliðinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu
Fréttir
Í gær

Hraðbankamálið: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds yfir konu

Hraðbankamálið: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds yfir konu
Fréttir
Í gær

Helgi Hrafn segir Guðmund Inga ekki tala ranga íslensku – „Linnulaust væl Íslendinga“

Helgi Hrafn segir Guðmund Inga ekki tala ranga íslensku – „Linnulaust væl Íslendinga“
Fréttir
Í gær

Óforbetranlegur barnaníðingur samþykkti tillögu saksóknara um að hann verði geldur með skurðaðgerð

Óforbetranlegur barnaníðingur samþykkti tillögu saksóknara um að hann verði geldur með skurðaðgerð