fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fréttir

Ákærðir fyrir tvö innbrot í Áslandi sömu nóttina

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 14. maí 2025 15:30

Loftmynd af Áslandi. Google Maps.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki hefur tekist að birta tveimur meintum innbrotsþjófum ákæru héraðssaksóknara og hefur þeim því verið birt fyrirkall í Lögbirtingablaðinu, lögum samkvæmt.

Mennirnir eru á fertugsaldri, þeir bera báðir erlend nöfn en hafa íslenska kennitölu. Þeir eru sakaðir um innbrot í tvö hús í Áslandshverfinu í Hafnarfirði á júlínóttu sumarið 2023.

Þeir brutu sér leið í gegnum útidyrahurð að öðru húsinu og stálu þaðan Hugo Boss úri, silfur Tissot úri, svartri Lenovo fartölvu, Apple iPad, Apple úri, Apple Macbook fartölvu og Sony þráðlausum heyrnartólum, að óþekktu verðmæti.

Þeir fór inn í hitt húsið í gegnum ólæstar dyr og stálu Lenovo spjaldtölvu, Apple iPad spjaldtölvu, hvítum Samsung farsíma, Canon myndavél og Sony heyrnartólum, að óþekktu verðmæti.

Annar þeirra er síðan sakaður um að hafa fyrr um sumarið stolið ýmsum matvörum, m.a. Mjúkís með vanillubragði, úr Krónunni í Flatahrauni.

Málið verður þingfest við Héraðsdóm Reykjaness þann 16. júní næstkomandi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þórhallur vonsvikinn með borgina:  „Neikvætt er tekið í erindið“ 

Þórhallur vonsvikinn með borgina:  „Neikvætt er tekið í erindið“ 
Fréttir
Í gær

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Í gær

Reiði út af sviptingum á Kringlumýrarbraut – „Þetta var eina skiltið þarna í gær á öllum kaflanum og trukkurinn við hliðina á mér blokkaði það“

Reiði út af sviptingum á Kringlumýrarbraut – „Þetta var eina skiltið þarna í gær á öllum kaflanum og trukkurinn við hliðina á mér blokkaði það“
Fréttir
Í gær

Langahlíð Guesthouse lokað og sextugsafmæli í uppnámi – Þekktur áhrifavaldur tók við hárri greiðslu og lætur ekki ná í sig

Langahlíð Guesthouse lokað og sextugsafmæli í uppnámi – Þekktur áhrifavaldur tók við hárri greiðslu og lætur ekki ná í sig
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Er forseti Kína á útleið? – Hreinsanir sagðar hafnar

Er forseti Kína á útleið? – Hreinsanir sagðar hafnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump með svipuna á lofti – Rak þrjá saksóknara

Trump með svipuna á lofti – Rak þrjá saksóknara