fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
Fréttir

Ákærðir fyrir tvö innbrot í Áslandi sömu nóttina

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 14. maí 2025 15:30

Loftmynd af Áslandi. Google Maps.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki hefur tekist að birta tveimur meintum innbrotsþjófum ákæru héraðssaksóknara og hefur þeim því verið birt fyrirkall í Lögbirtingablaðinu, lögum samkvæmt.

Mennirnir eru á fertugsaldri, þeir bera báðir erlend nöfn en hafa íslenska kennitölu. Þeir eru sakaðir um innbrot í tvö hús í Áslandshverfinu í Hafnarfirði á júlínóttu sumarið 2023.

Þeir brutu sér leið í gegnum útidyrahurð að öðru húsinu og stálu þaðan Hugo Boss úri, silfur Tissot úri, svartri Lenovo fartölvu, Apple iPad, Apple úri, Apple Macbook fartölvu og Sony þráðlausum heyrnartólum, að óþekktu verðmæti.

Þeir fór inn í hitt húsið í gegnum ólæstar dyr og stálu Lenovo spjaldtölvu, Apple iPad spjaldtölvu, hvítum Samsung farsíma, Canon myndavél og Sony heyrnartólum, að óþekktu verðmæti.

Annar þeirra er síðan sakaður um að hafa fyrr um sumarið stolið ýmsum matvörum, m.a. Mjúkís með vanillubragði, úr Krónunni í Flatahrauni.

Málið verður þingfest við Héraðsdóm Reykjaness þann 16. júní næstkomandi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Veitingamaðurinn og gjaldþrotakóngurinn Stefán dæmdur fyrir stórfelld skattsvik – Þarf að greiða 200,7 milljónir í sekt

Veitingamaðurinn og gjaldþrotakóngurinn Stefán dæmdur fyrir stórfelld skattsvik – Þarf að greiða 200,7 milljónir í sekt
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Guðrún um áfallið á Grundartanga – „Þarna munu tapast útflutningstekjur upp á tugi milljarða“

Guðrún um áfallið á Grundartanga – „Þarna munu tapast útflutningstekjur upp á tugi milljarða“
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir manndrápstilraun í Reykjanesbæ í sumar

Ákærður fyrir manndrápstilraun í Reykjanesbæ í sumar
Fréttir
Í gær

Aron ánetjaðist erlendum veðmálasíðum – „Þetta getur haft áhrif á kynlíf. Ef bettið gekk illa þá er bara getuleysi í gangi“

Aron ánetjaðist erlendum veðmálasíðum – „Þetta getur haft áhrif á kynlíf. Ef bettið gekk illa þá er bara getuleysi í gangi“
Fréttir
Í gær

Tveir til viðbótar handteknir vegna morðsins á barnaníðingnum Ian Watkins

Tveir til viðbótar handteknir vegna morðsins á barnaníðingnum Ian Watkins
Fréttir
Í gær

Stefán Einar hraunar yfir kvennaverkfallið – „Löngu kominn tími til þess að hætta þeim fíflagangi“

Stefán Einar hraunar yfir kvennaverkfallið – „Löngu kominn tími til þess að hætta þeim fíflagangi“