fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Fréttir

„Fólki hrein­lega blöskr­ar“ – María Rut segir að þessi vinnubrögð á Alþingi mættu missa sín

Ritstjórn DV
Föstudaginn 2. maí 2025 13:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

María Rut Kristinsdóttir, þingkona Viðreisnar, segir að á Alþingi séu margar fallegar hefðir og venjur sem haldið er í heiðri. Þó séu ákveðin vinnubrögð og menning á þinginu sem að hennar mati mættu missa sín.

„Þrátt fyr­ir góðan vilja virðast þing­störf­in alltaf detta í sömu fyr­ir­sjá­an­legu hjól­för­in. Meiri­hlut­inn kepp­ist við að koma mál­um í gegn og minni­hlut­inn reyn­ir að hægja á – oft með ein­hverj­um taf­ar­leikj­um, stund­um með þaul­skipu­lögðu málþófi. Jafn­vel í mál­um sem all­ir flokk­ar eru sam­mála um að séu brýn og nauðsyn­leg,“ segir María Rut í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Hún segir að málþóf geti verið réttmætt stjórntæki í sérstökum tilvikum, en á Íslandi hafi það þróast yfir í fyrirsjáanlega taktík sem ítrekað truflar störf þingsins, dregur úr málefnalegri umræðu og vekur tortryggni meðal almennings.

María Rut segir að þegar hún spyrji þingmenn með meiri reynslu hvers vegna þetta er svona sé svarið yfirleitt einfalt: „Svona er þetta bara.“ Og þegar hún spyr þingmenn hvort þeim finnist þetta vera besta leiðin til að sinna þingstörfum svari þau neitandi.

„Ég heyri oft að ásýnd Alþing­is út á við virki frem­ur kjána­leg. Þegar ég reyni að út­skýra þessa leikja­fræði fyr­ir fólki sem lif­ir hvorki né hrær­ist í hringiðu Alþing­is botn­ar það ekk­ert í þessu. Skilj­an­lega. Fólki hrein­lega blöskr­ar að sjá þjóðþrifa­mál og mik­il­væg­ar úr­bæt­ur sitja á hak­an­um á meðan þessi leik­ur geng­ur yfir,“ segir María sem vill meina að ein einföld breyting væri að koma á reglum um tíma og fjölda ræðna sem hver flokkur fær í umræður um mál.

„Auðvitað með það fyr­ir aug­um að minni­hlut­inn geti sinnt aðhalds­hlut­verki sínu af krafti. En með skýr­um ramma. Þannig eykst fyr­ir­sjá­an­leiki og umræðan sem birt­ist í þingsal dýpk­ar. Fleiri sjón­ar­mið kom­ast að, fyr­ir­sjá­an­leiki þingstarfa eykst og gæði umræðunn­ar sömu­leiðis. Ísland er eitt af ör­fá­um lönd­um í Evr­ópu þar sem málþóf get­ur farið fram svo til hindr­un­ar­laust. Í nán­ast öll­um öðrum lönd­um eru fast­mótaðri ræðuregl­ur og fund­ar­stjórn en á Íslandi, sem ger­ir málþóf að mjög ólík­legu stjórn­tæki þar,“ segir hún.

María endar grein sína á þeim orðum að þegar almenningur upplifi að þingið sé vettvangur pólitískra leikja frekar en lausna hafi það áhrif á traust til Alþingis.

„Þegar mál­efna­leg rök­ræða vík­ur fyr­ir taktísk­um töf­um miss­ir lýðræðið ekki bara slag­kraft – það miss­ir til­trú. Það varð mik­il nýliðun í síðustu alþing­is­kosn­ing­um. Það væri hress­andi ef okk­ur tæk­ist að sam­mæl­ast um skil­virk­ari og jafn­vel skemmti­legri leiðir til að tryggja virka lýðræðis­lega umræðu á Alþingi. Gaml­ar hefðir og póli­tísk leik­rit tefja lýðræðis­lega ákv­arðana­töku. Ef Alþingi á að vera vett­vang­ur virðing­ar og lýðræðis þá hljót­um við að spyrja okk­ur: Þjón­ar þessi nán­ast sér­ís­lenska leið fólk­inu í land­inu eða leikja­fræði stjórn­mála­flokk­anna?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Rússneskur herforingi rekinn og fangelsaður eftir að hafa gagnrýnt Pútín

Rússneskur herforingi rekinn og fangelsaður eftir að hafa gagnrýnt Pútín
Fréttir
Í gær

Stefán Blackburn og Gabriel Douane í blóðugum slagsmálum á Litla-Hrauni – Fangaverðir treystu sér ekki til að stíga inn í átökin

Stefán Blackburn og Gabriel Douane í blóðugum slagsmálum á Litla-Hrauni – Fangaverðir treystu sér ekki til að stíga inn í átökin
Fréttir
Í gær

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“
Fréttir
Í gær

Einn handtekinn í miðbænum eftir að sérsveitin var kölluð út

Einn handtekinn í miðbænum eftir að sérsveitin var kölluð út