fbpx
Fimmtudagur 22.maí 2025
Fréttir

Stefán Einar öðlaðist mikla lífsreynslu í næturvinnu með háskólanámi – „Það er eitt sem augljóslega vandist aldrei“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 3. mars 2025 14:30

Stefán Einar Stefánsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í háskólanum vann ég með skólanum og síðustu árin var ég í mjög sérstöku starfi um kvöldin og um helgar, því ég var útfararstjóri hjá Útfararstofu kirkjugarðanna og var alltaf á bakvakt. Um vetrarmánuðina var ég í útköllum á nóttunni og á kvöldin þar sem andlát hafði borið að, bæði í heimahúsum og stofnunum. Svo vaknaði maður að morgni og annað hvort mætti til vinnu þegar maður var að vinna á sumrin og í fríum, eða í tíma að morgni,“

segir Stefán Einar Stefánsson fjölmiðlamaður í viðtali við Kiddu Svarfdal í Fullorðins.

Segist Stefán Einar þannig oft hafa unnið alla nóttina, áður en hann mætti í grískutíma eða aðra tíma, í flóknum verkefnum við að koma fólki í líkhús.

„Þetta er bara mikil lífsreynsla. Þetta er tvíþætt starf, auðvitað eru þessar bakvaktir og þjónusta við látið fólk sem þarf að vinna af virðingu og hugulsemi. En svo auðvitað líka mikil þjónusta við aðstandendur í tengslum við útfarir og kistulagningar, og hinstu óskir fólks gagnvart sínum nánustu þegar þarf að ákveða hvernig fólk er klætt og um það búið. Ég held ég hafi búið um nokkur hundruð manns í kistu á þessum tíma. Sérstakt starf og öðruvísi.“

Stefán Einar segir að þegar kemur að andlátum í heimahúsum þá geti verið um sjálfsvíg að ræða, einstaklinga sem ákveðið hafi að deyja heima í heimaþjónustu langt leitt af sjúkdómum. „Fólk verður bráðkvatt, það eru líka framið morð sem er auðvitað skelfilegur vettvangur, ofneysla fíkniefna og annað sem ber að. Og allt er þetta hluti af mannlegu samfélagi. Það er svolítið búið að færa dauðann úr samfélagi okkar í dag, fólk deyr auðvitað inni á stofnunum og fólk er hrætt við dauðann, þetta var nær heimilum áður.“

Stefán Einar segist hafa unnið með reynslumiklum mönnum sem hafi gert þetta að ævistarfi.

„Ótrúlegar hetjur sem ég hugsa oft til enn í dag og ekki síst þegar ég hitti þá og fæ mér kaffi með þeim.“

„Að búa um lítið barn í kistu reynir mjög á og menn gleyma því aldrei“

Í starfi sem reyndi á segir Stefán Einar að eitt hafi aldrei vanist.

„Það er eitt sem augljóslega vandist aldrei. Hversu hræðilegum slysum menn koma að eða morðum, það er þegar börn deyja. Þá breytist allt. Að búa um lítið barn í kistu reynir mjög á og menn gleyma því aldrei.“

Aðspurður hvort það gerist oft, svarar Stefán Einar:

„Allt of oft. Börn deyja í svefni, fá hjartaáföll og heilablóðföll og hvað þetta heitir. Sem betur fer er barnadauði mjög lítill hér í samanburði við aðra í heiminum. En því miður er það örlög margra foreldra að þurfa að fylgja börnum sínum til grafar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Gunni Helga reiður og pirraður: Áttaði sig á því í gær að launin hans hefðu lækkað – „Ég skammast mín fyrir að hafa ekki vitað um þetta fyrr“

Gunni Helga reiður og pirraður: Áttaði sig á því í gær að launin hans hefðu lækkað – „Ég skammast mín fyrir að hafa ekki vitað um þetta fyrr“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Haukur skammaði Úlfar: Misboðið vegna ummæla í Morgunblaðinu

Haukur skammaði Úlfar: Misboðið vegna ummæla í Morgunblaðinu
Fréttir
Í gær

Uppnám í vél Play frá Madrid þegar meint burðardýr veiktist – Urðu að lenda í skyndi í Dublin

Uppnám í vél Play frá Madrid þegar meint burðardýr veiktist – Urðu að lenda í skyndi í Dublin
Fréttir
Í gær

Ein manneskja lét lífið í sprengingu í íbúðarhúsnæði á Tenerife

Ein manneskja lét lífið í sprengingu í íbúðarhúsnæði á Tenerife
Fréttir
Í gær

Björn tjáir sig um stöðu Gyllta kattarins og hvort Degi sé um að kenna – „Eins og þegar ég hrasaði á gangstéttarhellu við ráðhúsið fyrir tveimur árum“

Björn tjáir sig um stöðu Gyllta kattarins og hvort Degi sé um að kenna – „Eins og þegar ég hrasaði á gangstéttarhellu við ráðhúsið fyrir tveimur árum“
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur drengjum í búningsklefa í Reykjavík

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur drengjum í búningsklefa í Reykjavík