fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Theódóra ósátt við Arnarlandsskipulagið – „Mér finnst þessi viljayfirlýsing koma tveimur til þremur árum of seint“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 2. febrúar 2025 11:30

Theódóra er á móti skipulagi nágranna sinna í Garðabæ og segir byggingarmagnið allt of mikið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bæjarfulltrúi í Kópavogi segir að sér finnist byggingarmagn í nýju Arnarlandshverfi í Garðabæ allt of mikið og umferðarmælingar ekki sannfærandi. Hún furðar sig á Garðabær og Kópavogur séu núna að skiptast á landi, eftir að Kópavogur er búinn að skila inn lokaumsögn um hverfið.

„Kópavogsbær hefur verið umsagnaraðili að þessu skipulagi síðan árið 2022 og nýlega var lögð fram lokaumsögn. Við höfum ítrekað bókað að það þurfi að ganga frá þessum bæjarmörkum. En núna fyrst kemur fram viljayfirlýsing á milli bæjarstjóranna í Garðabæ og Kópavogi að það eigi að fara af stað með að ganga frá skipulaginu,“ segir Theódóra S. Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi Viðreisnar í Kópavogi. „Mér finnst þessi viljayfirlýsing koma tveimur til þremur árum of seint.“

Um er að ræða drög að viljayfirlýsingu bæjarstjóranna Almars Guðmundssonar í Garðabæ og Ásdísar Kristjánsdóttur í Kópavogi um skipti lands vegna Arnarlands. En það er umdeilt hverfi sem á að rísa á svokölluðum Arnarneshálsi í Garðabæ.

Umdeilt hverfi

Mikið hefur verið fjallað um skipulag hverfisins, sem er mun háreistara en hverfin í kring. Í hverfinu eiga að vera um 500 íbúðir og mörg verslunar og þjónustufyrirtæki. Íbúar í Akrahverfi í Garðabæ og Smárahverfi í Kópavogi hafa kvartað, bæði út af aukinni umferð, sem og minna útsýni. En í hverfinu eiga að rísa háir turnar sem sumir íbúar í Smárahverfi segi að svipti þá útsýni yfir Kópavoginn. Þá hefur það verið gagnrýnt að Borgarlínan er teiknuð inn í hverfið en óvíst er hvar hún mun liggja.

Of mikið byggingarmagn

Kvartanir hafa ekki aðeins borist bæjarstjórn Garðabæjar, sem hefur minnkað byggingarmagnið, heldur einnig bæjarstjórn Kópavogs.

„Þetta er allt of mikið byggingarmagn á þessu svæði,“ segi Theódóra. „Það er líka mörgum spurningum ósvarað. Mér finnst umferðarmælingarnar ekki mjög sannfærandi og svo liggur ekki fyrir hvort Borgarlínan fari þarna í gegn eða ekki.“

Garðabær háður Kópavogi

Bendir Theódóra á að Garðabær sé háður Kópavogi hvað þetta mál varðar. Meðal annars vegna umferðar og gert sé ráð fyrir Borgarlínu í gegnum lóð í Kópavogi sem er ekki skipulögð. Bókaði hún gegn viljayfirlýsingu bæjarstjóranna og hafnaði skipulaginu.

Sjá einnig:

Félagið Arnarland sé með Garðabæ í vasanum – „Það er verið að setja nýja Kringlu á pinkulítið svæði“

„Mér heyrist að það sé komin einhver tillaga um útfærslu fyrir ný bæjarmörk en skipulagsráð hefur ekki séð hana. Þess vegna vil ég ekki að Kópavogsbær veiti umsögn fyrr en allt liggur fyrir. Þess vegna bókaði ég undir viljayfirlýsingunni og hafnaði umsögninni,“ segir Theódóra. „Ég get ekki unnið svona.“

Of mikill hávaði

Mál Arnarlands voru einnig nýlega tekin fyrir á fundi Heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness. Þar var sagt að nefndin hefði viljað sjá heildstæðari umferðarhönnun inn og út úr hverfinu og lagt var áherslu á að sveitarfélögin ynnu að lausn saman.

Einnig var nefnt að bæta þyrfti mótvægisaðgerðir vegna hljóðmengunar og ítarlegri kröfur þyrfti að gera til húsnæðisins vegna lyktar og hljóðmengunar. Sem og að efla þyrfti fráveituna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst