fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Nýtt björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar komið til landsins

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 30. september 2024 17:07

Mynd: Slysavarnafélagið Landsbjörg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Upp úr hádegi í dag var Björg, nýtt björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar hífð frá borði Brúarfoss, skipi Eimskipafélagsins í Sundahöfn.

Björg er fjórða skipið í nýsmíðaverkefni Slysavarnafélags Landsbjargar og mun leysa af hólmi skip með sama nafni á Rifi á Snæfellsnesi. Það skip var smíðað árið 1988 og er því orðið 36 ára gamalt. Meðal aldur þeirra björgunarskipa sem eftir á að endurnýja er þá 38 ár, eins og kemur fram í tilkynningu.

Elsta skipið er Hannes Þ. Hafstein í Sandgerði, sem var smíðað árið 1978 er því orðið 46 ára gamalt.

Það yngsta af þeim sem stendur til að endurnýja er Gísli Jóns á Ísafirði, smíðaður árið 1995 og er því 29 ára.

Næstu daga fara fram skoðani á Björg, í aðdraganda útgáfu haffæris skírteinis, ásamt því að settur verður í hana ýmis tækjabúnaður eins og Tetra talstöðvar.

Björg verður til sýnis á ráðstefnunni Björgun 24 í Hörpu, dagana 11-13. október næst komandi ásamt Jóhannesi Briem, þriðja skipinu í nýsmíðaverkefninu.

Mynd: Slysavarnafélagið Landsbjörg
Mynd: Slysavarnafélagið Landsbjörg
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru

17 ára piltur áfrýjar ekki dómi fyrir að bana Bryndísi Klöru
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst