Upp úr hádegi í dag var Björg, nýtt björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar hífð frá borði Brúarfoss, skipi Eimskipafélagsins í Sundahöfn.
Björg er fjórða skipið í nýsmíðaverkefni Slysavarnafélags Landsbjargar og mun leysa af hólmi skip með sama nafni á Rifi á Snæfellsnesi. Það skip var smíðað árið 1988 og er því orðið 36 ára gamalt. Meðal aldur þeirra björgunarskipa sem eftir á að endurnýja er þá 38 ár, eins og kemur fram í tilkynningu.
Elsta skipið er Hannes Þ. Hafstein í Sandgerði, sem var smíðað árið 1978 er því orðið 46 ára gamalt.
Það yngsta af þeim sem stendur til að endurnýja er Gísli Jóns á Ísafirði, smíðaður árið 1995 og er því 29 ára.
Næstu daga fara fram skoðani á Björg, í aðdraganda útgáfu haffæris skírteinis, ásamt því að settur verður í hana ýmis tækjabúnaður eins og Tetra talstöðvar.
Björg verður til sýnis á ráðstefnunni Björgun 24 í Hörpu, dagana 11-13. október næst komandi ásamt Jóhannesi Briem, þriðja skipinu í nýsmíðaverkefninu.