fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Svona verður veðrið á Gleðigöngunni á morgun

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 9. ágúst 2024 09:45

mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það stefnir í ágætisveður á höfuðborgarsvæðinu á morgun þegar Gleðigangan, hápunktur Hinsegin daga, fer fram.

Ef marka má sjálfvirkt spákort Veðurstofu Íslands verður léttskýjað og 13 stiga hiti í Reykjavík klukkan 14 á morgun þegar gangan hefst.

Gengið verður af stað frá Hallgrímskirkju og eftir Skólavörðustíg, Bankastræti, Lækjargötu og Fríkirkjuvegi.

Gangan endar svo við gatnamót Fríkirkjuvegar og Skothúsvegar en atriði halda svo áfram inn Sóleyjargötu og inn í Hljómskálagarðinn þar sem útitónleikar fara fram.

„Hægviðri eða hafgola á morgun, skýjað með köflum og þurrt að kalla, en skúrir síðdegis inn til landsins. Hlýnar fyrir norðan, en hiti breytist lítið syðra,“ segir í textaspánni fyrir allt landið á vef Veðurstofunnar.

Og í textaspánni fyrir höfuðborgarsvæðið sem gildir til miðnættis annað kvöld segir: „Hæg breytileg átt eða hafgola og bjart með köflum. Hiti 9 til 15 stig.“

Þetta er nú ekki slæmt.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi