fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Fjársöfnun hafin til stuðnings fjölskyldu Sigurðar – Tvö fötluð börn hans þurfa mikla ummönnun

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 24. júlí 2024 14:47

Sigurður með syni sínum, Vilhjálmi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og DV greindi frá í gær lést tónlistarmaðurinn Sigurður Kristinsson Æsland þann 22. júlí. Sigurður var einna þekktastur sem meðlimur í Sniglabandinu sívinsæla þar sem hann lék á trommur og gítar.

Sigurður, sem fyrir andlát sitt hafði glímt við langvarandi veikindi, lætur eftir sig eiginkonu og tvö börn og á auk þeirra þrjár uppkomnar dætur. Yngri börn Sigurðar eru föltuð og þurfa mikla ummönnun.

Auk sorgarinnar stendur fjölskyldan frammi fyrir miklum fjárhagserfiðleikum og hefur frænka Sigurðar, Sædís Ósk Harðardóttir, efnt til fjársöfnunar fyrir fjölskylduna, á reikningi ekkju Sigurðar, Ting Zhou. „Hann lætur eftir sig eiginkonu sem hann á 11 og 12 ára gömul börn með sem eru fötluð og þurfa gríðarlega mikla umönnun og svo þrjár eldri dætur frá fyrra hjónabandi. Þannig að þetta er mikið áfall fyrir þau,“ segir Sædís í samtali við DV.

Þeim sem vilja styðja fjölskylduna í þessum miklu erfiðleikum er bent á eftirfarandi reikningsupplýsingar, og minnt er á að margt smátt gerir eitt stórt:

Kt. 190788-4749  0189-26-008891

Í færslu sinni á Facebook um málið skrifar Sædís:

„Okkur langar að biðja um aðstoð fyrir þessa yndislegu fjölskyldu.

Þann 22. júlí lést Sigurður Kristinsson Æsland og lætur hann eftir sig eiginkonu, tvö börn sem eru fötluð og þurfa mikla umönnun og þrjár uppkomnar dætur.

Framundan eru því ýmis verkefni sem þarf að vinna og eins og allir vita þá eru útfarir ekki ódýrar. Siggi var búinn að glíma lengi við veikindi og því ekki vinnufær og Ting séð um börnin og þvi ekki verið að vinna.

Ef allir leggjast á eitt er hægt að hjálpa til því margt smátt gerir eitt stórt

Sýnum kærleik í verki og réttum fram hjálparhönd.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi