fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Flugdólgur með barn olli usla í vél Play

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 16. júlí 2024 11:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dálítil töf varð á brottför farþegavélar Play sem flaug frá Kaupmannahöfn til Keflavíkur um ellefuleytið í morgun, vegna flugdólgs.

Farþegi um borð greindi DV frá atvikinu. Greindi hann fá því að maður hefði verið með ógnandi hegðun í garð flugfreyja. Farþeginn hafði eftir flugstjóra að ekki væri hættandi á að fara með svona farþegar í þriggja tíma flug, ekki væri hægt að vita upp á hverju þeir taka.

Barn og kona um borð yfirgáfu vélina líka í tengslum við það að dólginum var vísað frá borði, að sögn farþegans.

DV bar atvikið undir Birgi Olgeirsson, sérfræðing á samskiptasviði Play. „Það var einn farþegi fjarlægður frá borði sem hafði verið með óspektir, fyrir brottför frá Kaupmannahöfn,“ segir Birgir í samtali við DV.

Birgir staðfestir að fleiri farþegar hafi farið frá borði vegna þessarar uppákomu: „Það voru þrír farþegar sem vildu fara frá borði, þeir vildu ekki fara án hans.“

Birgir veit ekki nákvæmlega hvernig fólkið tengdist fugdólgnum en segir: „Ég fæ þær upplýsingar að þau vildu ekki ferðast án hans.“

Fjórir farþegar fóru því frá borði, einn var fjarlægður en þrír fóru sjálfviljugir.

Birgir upplýsir að áætluð seinkun flugsins til Keflavíkur sé 13 mínútur vegna málsins. Varðandi það hverjar vinnureglur séu þegar farþegar gerast sekir um dólgslega framkomu, segir Birgir:

„Ef menn fara ekki eftir tilmælum áhafnar þá eru menn fjarlægðir frá borði á endanum.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi