fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024
Fréttir

Bandaríkin og NATÓ undirbúa sig undir hugsanlega innrás Rússa í Evrópu

Ritstjórn DV
Föstudaginn 21. júní 2024 04:01

Kanadískir hermenn á æfingu Nató í Litáen. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, virðist verða sífellt sjálfsöruggari. Þetta má lesa úr nýlegum ummælum hans þegar hann sagði að Evrópa sé „varnarlaus“. Þetta sagði hann á ráðstefnu um efnahagsmál í Sankti Pétursborg.

Ekki er vitað á hverju hann byggir þessa yfirlýsingu en fyrir liggur að NATÓ er nú að undirbúa sig undir hugsanlega árás Rússa á eitthvert eða einhver aðildarríki varnarbandalagsins.

Pútín ræddi við Sergei Karaganov, sem er lýst sem öfgamanni, á ráðstefnunni. Hann hefur meðal annars lagt til að Rússar beiti kjarnorkuvopnum í Úkraínu. Hann ræddi þetta við Pútín sem var greinilega ekki kominn jafn langt í þessari hugsun. Benti Pútín á að Rússar séu með ákveðna áætlun sem segi að ekki skuli beita kjarnorkuvopnum. En hann bætti við að þessi áætlun sé verkfæri og ekki sé útilokað að breytingar verði gerðar á henni.

Því næst sagði hann svolítið sem hljómar í eyrum sumra sem sterk viðvörun til þeirra Evrópuríkja sem styðja Úkraínu með ráðum og dáð: „Við eigum miklu fleiri vígvallarkjarnorkuvopn en til eru í Evrópu, meira að segja þótt Bandaríkin sendi sín. Evrópa hefur ekki komið sér upp aðvörunarkerfi. Á þann hátt er álfan meira eða minna varnarlaus.“

Orðaskak af þessu tagi hefur um langa hríð verið fælingarvopn Pútíns og Rússa, sérstaklega í upphafi innrásarinnar í Úkraínu. Síðan hætti þessi umræða um hríð en nú hefur hún verið tekin upp á nýjan leik og hefur Pútín sjálfur verið meðal þeirra sem hafa rætt þetta.

Aðvaranir og hótanir Pútíns fara ekki fram hjá NATÓ og öðrum. The Daily Telegraph skýrði nýlega frá því að NATÓ sé að undirbúa fimm svokölluð „landhlið“ þaðan sem hægt verður að flytja bandaríska hermenn og búnað hratt í gegnum Evrópu ef Rússar gera innrás.

Þessi hlið eru frá Noregi í gegnum Svíþjóð til Finnlands. Frá Hollandi í gegnum Þýskaland til Póllands, Frá Ítalíu í gegnum Slóveníu, Króatíu og Ungverjaland. Frá Grikklandi í gegnum Búlgaríu til Rúmeníu og frá Tyrklandi í gegnum Búlgaríu til Rúmeníu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fáni Palestínu hengdur út um turnglugga Hallgrímskirkju

Fáni Palestínu hengdur út um turnglugga Hallgrímskirkju
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ungur pólskur maður lést á Skálafellsjökli – „Mamma, ég er á lífi“ voru síðustu skilaboðin heim

Ungur pólskur maður lést á Skálafellsjökli – „Mamma, ég er á lífi“ voru síðustu skilaboðin heim
Fréttir
Í gær

Krefur fyrrverandi eiginmann sinn um 18 milljónir – Segist búa á Spáni en finnst ekki

Krefur fyrrverandi eiginmann sinn um 18 milljónir – Segist búa á Spáni en finnst ekki
Fréttir
Í gær

Ráðist á íslenska konu og fjölskyldu hennar á bar á Krít – Fjögur flutt á spítala

Ráðist á íslenska konu og fjölskyldu hennar á bar á Krít – Fjögur flutt á spítala