fbpx
Þriðjudagur 18.júní 2024
Fréttir

Svona undirbúa Þjóðverjar sig undir hugsanlega stórstyrjöld í Evrópu

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 11. júní 2024 07:00

Þýskir og bandarískir hermenn við æfingar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fyrsta sinn frá lokum kalda stríðsins eru Þjóðverjar að styrkja varnaráætlanir sínar. Þetta getur meðal annars þýtt að herskylda verði tekin upp á nýjan leik og að gripið verði til matarskömmtunar.

Þýska ríkisstjórnin samþykkti í síðustu viku nýja viðbragðsáætlun sem á að gilda á hættutímum. Í henni er kveðið á um þær aðgerðir sem gripið verður til ef stríð brýst út í Evrópu, annars staðar en í Úkraínu, á næstu árum.

Samkvæmt áætluninni verður herskylda þá tekin upp á nýjan leik en hún var aflögð 2011.

Í fréttatilkynningu frá Nancy Faeser, innanríkisráðherra, segir að ástæðan fyrir því að ný áætlun hefur verið gerð, sé hin aukna ógn sem stafar frá Rússlandi. „Vegna árásargirni Rússa er staða öryggismála í Evrópu gjörbreytt,“ segir hún.

Nýja áætlunin kemur í stað þeirrar sem hefur gilt frá 1989, árinu sem Berlínarmúrinn féll.

Faeser segir að mikilvægt sé að styrkja almannavarnarkerfið í landinu. Til dæmis verða neðanjarðarlestarstöðvar og önnur neðanjarðarrými gerð að loftvarnarbyrgjum og ný aðvörunarkerfi verða þróuð.

Einnig er hugsanlegt að gripið verði til matarskömmtunar og unnið er að undirbúningi þess að koma upp neyðarbirgðum af korni og mat með langan endingartíma.

Meðal annarra ákvæða neyðaráætlunarinnar er að hægt verður að skylda alla 18 ára og eldri í vinnu. Heilbrigðisstarfsfólk getur einnig verið kallað til herþjónustu eða til starfa utan hersins. Þetta gildir einnig um þá sem eru ekki í vinnu.

Fyrirtæki geta verið skikkuð til að breyta framleiðslu sinni yfir í vörur fyrir herinn og sjúkrahúsin verða búin undir að taka við miklu fleiri sjúklingum en venjulega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Segir kosti óverðtryggðra lána tálsýn sem geti bitnað á fjölskyldulífinu

Segir kosti óverðtryggðra lána tálsýn sem geti bitnað á fjölskyldulífinu
Fréttir
Í gær

Hvað kostar milli flugvallar og borgar – Erum við að okra miðað við nágrannaþjóðir?

Hvað kostar milli flugvallar og borgar – Erum við að okra miðað við nágrannaþjóðir?
Fréttir
Í gær

32 metra „gangandi tré“ á Nýja-Sjálandi lítur út eins og Entur úr Hringadróttinssögu

32 metra „gangandi tré“ á Nýja-Sjálandi lítur út eins og Entur úr Hringadróttinssögu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bíll Þóris skemmdist illa á bílastæði Isavia sem neitar að bæta tjónið – „Ég reyndi að semja við þá en þeir vildu ekkert gera“

Bíll Þóris skemmdist illa á bílastæði Isavia sem neitar að bæta tjónið – „Ég reyndi að semja við þá en þeir vildu ekkert gera“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný stórhættuleg hegðun hundaeigenda – „Hef séð tvo hunda drepast vegna svona útivistarhreyfingar“

Ný stórhættuleg hegðun hundaeigenda – „Hef séð tvo hunda drepast vegna svona útivistarhreyfingar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ýmsar ástæður fyrir svitakófi á næturnar – Þykk náttföt, jalapeno, sterar eða malaría

Ýmsar ástæður fyrir svitakófi á næturnar – Þykk náttföt, jalapeno, sterar eða malaría
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Norðurvígi skilgreind sem hryðjuverkasamtök – Með starfsemi í Reykjavík og Akureyri

Norðurvígi skilgreind sem hryðjuverkasamtök – Með starfsemi í Reykjavík og Akureyri
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Heimsókn í náttúrulaugarnar kostar sitt – Bláa lónið langdýrast – Jarðböðin við Mývatn og Fontana ódýrust

Heimsókn í náttúrulaugarnar kostar sitt – Bláa lónið langdýrast – Jarðböðin við Mývatn og Fontana ódýrust