fbpx
Mánudagur 17.júní 2024
Fréttir

Sjö vikna dóttir Anítu var útskrifuð af Barnaspítalanum – Lést innan við sólarhring síðar: „Hvar er réttlætið fyrir börnin okkar?“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 23. maí 2024 08:00

Aníta Björt ásamt eldri dóttur sinni Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aníta Björt Berkeley er 26 ára einstæð tveggja barna móðir. Í byrjun nóvember lést yngri dóttir hennar, Winter, tæplega sjö vikna gömul. Eldri dóttir Anítu varð tveggja ára í lok febrúar.

„Breyting innan heilbrigðiskerfisins til betrunar er eina ásættanlega niðurstaðan hér. Réttlæti fyrir hönd Winterar og allra barnanna sem á eftir henni koma hjá öllum fjölskyldum landsins! Og bara heims!,“

segir Aníta í samtali við blaðamann DV.

Segir Aníta að hún hafi fengið sig fullsadda á því að engin hreyfing hefur orðið á máli hennar á borði landlæknis eftir að þeim barst tilkynning um andlát dóttur hennar nóvember/desember í fyrra. 

„Ég hef núna setið tvo fundi með forstjóra Landspítalans í kjölfar andláts Winterar og mér býður við þeim viðbrögðum eða skort þar á. Gjörsamlega aðgerðarleysið sem hefur verið ríkjandi einkenni heilbrigðiskerfis “okkar”,“ segir Aníta í færslu sem hún skrifaði á Facebook og hefur fengið mikla athygli. Aníta gaf DV leyfi fyrir að birta færsluna.

Rekur hún staðreyndir máls dóttur hennar: 

„Winter var lögð inn á Barnaspítalann þann 31. október 2023, eftir að ég fór með hana í bráðri neyð á bráðamóttöku barna, var hún lögð inn vegna andstoppa og bláma og vegna þess að mig var farið að gruna flog. 

Það var gert lítið úr mér sem foreldri, gert lítið úr mínum áhyggjum fyrir heilsu dóttur minnar,“

segir Aníta. Segist hún lækni hafa hellt sér yfir hana og ásakað hana um að hafa valdið kvölum dótturinnar.

„Ég varð að biðja og biðja og biðja um allar þær fáu rannsóknir sem voru framkvæmdar! Þau neituðu að taka þvagprufur og blóðprufur. En ég náði að tala þau til með þvagprufurnar, en ekki fyrr en að mér var tilkynnt að ég væri að pynta barnið mitt með því að biðja um og fá rannsóknir á borð við þvagprufur framkvæmdar. Í ljós komu hækkanir á sýkingarparametrum en þeir vildu ekkert gera í því. 

Hún er útskrifuð og sögð vera í fullri heilsu þó svo að ástandið á henni var orðið verra en þegar að við komum inn á deild! Ég grátbað um frekari rannsóknir því barnið mitt var svo augljóslega sárkvalið… en nei hún var fullfrísk “textbókar“ kveisubarn og lagast upp úr þriggja mánaða!” 

Innan við hálfum sólarhring síðar var Winter látin.

Krufningaskýrsla sýnir heilaskemmdir

Krufningarskýrsla liggur nú fyrir, „og er þar staðfest að fundust heilaskemmdir á nokkrum stöðum, blettur í öðru lunga og hún var með veirusýkingu í lungum og blóði. Þessi veirusýking ef ómeðhöndluð getur lýst öllum einkennum sem Winter sýndi af sér það er að segja blámann, andstoppin, uppköstin, óværðina, ALLT! 

Einnig getur þessi sama veirusýking ef ómeðhöndluð orðið börnum undir þriggja mánaða að bana…. Þrátt fyrir allt þetta er andlátinu hennar lýst sem vöggudauða… en dánarorsök óljós?…. Þar með er niðurstaða krufningarinnar vöggudauði….,“ segir Aníta.

Segir dótturina hafa verið senda heim til að deyja

Winter var sex vikna og sex daga gömul þegar hún lést. Segir Aníta dótturina hafa stólað á hana fyrir öryggi og líf. 

„Sem að ég leitaði til ótal margra lækna og heilbrigðisstarfsmanna eftir að aðstoða hana… Var send heim til að deyja….“

Segir Landspítalann ekki aðhafast neitt

Aníta rekur að á síðasta fundi með forstjóra Landsspítalans hafi henni verið tilkynnt „að þeir hefðu ekkert haldbært til að setja lækninn sem að útskrifaði hana af Barnaspítalanum í leyfi á meðan á rannsóknum stendur. Það hafa engar aðgerðir verið settar af stað, engir verkferlar tekið breytingum til að sporna við fleiri slíkum atvikum sem þessum. Sami læknir og útskrifar hana er sami læknirinn og hellti sér yfir mig og kallaði mig móðursjúka unga móður og ásakaði mig um að vera að valda henni öllum hennar kvölum!“ segir Aníta og heldur áfram:

„Á sama fundi kom forstjóri Landsspítalans einnig með mjög taktlausa alhæfingu… en hann tilkynnir mér, að hjúkrunarfræðingarnir og læknarnir, sem að sátu þarna inn á deild og horfðu á mig á hliðarlínunni grátbiðja í þrjá sólarhringa að Winteri yrði hjálpað og þeir rannsaki hvað væri að valda henni öllum þessum kvölum. Þessir aðilar þau urðu fyrir áfalli við það að heyra að hún hefði ekki lifað af….

Á sama tíma kom einnig í ljós að ekkert af þeim atvikum sem að áttu sér stað innan veggja Barnaspítalans þar sem að hún sýndi bráðveikindaeinkenni voru skráð í sjúkraskýrslurnar hennar….,“ segir Aníta og spyr.

„Þetta er heilbrigðiskerfið okkar… hvar er réttlætið fyrir börnin okkar? Hvenær verður ábyrgðinni skilað á faglærðu læknanna sem framkvæma þessi óafturkræfu mistök?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum
Leiðrétting um Carbfix
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bikblæðingar á vettvangi rútuslyss – Vegarkaflinn „ein stór tjörudrulla“

Bikblæðingar á vettvangi rútuslyss – Vegarkaflinn „ein stór tjörudrulla“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur staðfesti dóm yfir manni fyrir fjárdrátt – Tæmdi reikning fyrirtækis sem hann átti með öðrum

Landsréttur staðfesti dóm yfir manni fyrir fjárdrátt – Tæmdi reikning fyrirtækis sem hann átti með öðrum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússneskur bankastjóri varar við – Blikur á lofti

Rússneskur bankastjóri varar við – Blikur á lofti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fór til Íslands fyrir þremur árum og gerði stór mistök: Nú hefur ókunnugur maður komið henni til bjargar

Fór til Íslands fyrir þremur árum og gerði stór mistök: Nú hefur ókunnugur maður komið henni til bjargar