fbpx
Mánudagur 27.maí 2024
Fréttir

Risabótakröfur fyrir að svipta foreldri umsjón með barni sínu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 14. maí 2024 16:30

Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd: Maggi gnúsari.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirtaka var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag í máli þar sem manneskja (kyn kemur ekki fram í ákæru) er ákærð fyrir að hafa svipt foreldri umsjón með barni sínu.

Ákærði/ákærða er sakaður/sökuð um að hafa neitað að afhenda barnið til hins foreldrisins eftir að barnið hafið dvalist á heimili ákærða samkvæmt samkomulagi við hitt foreldrið. Átti þetta sér stað á árunm 2020 og 2021.

Barnið var með skráð lögheimili hjá foreldrinu sem varð fyrir hinu meinta broti. Foreldrarnir voru með sameiginlega forsjá á tímabilinu þegar barnið dvaldist á heimili ákærða aðlians en frá árinu 2021 hefur foreldrið sem var brotið á farið með forræði barnsins.

Héraðssaksóknari krefst þess að ákærða verði gerð refsing og verði látin(n) greiða allan sakarkostnað.

Foreldrið gerir kröfu um miskabætur upp á tíu milljónir króna. Ennfremur er gerð fyrir hönd barnsins krafa um skaðabætur upp á hátt í 20 milljónir króna, eða 19.445.695 kr.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Beraði sig á miðri götu í Bústaða- og Fossvogshverfi í nótt

Beraði sig á miðri götu í Bústaða- og Fossvogshverfi í nótt
Fréttir
Í gær

Anita hvetur yfirvöld til að segja nafn látinnar dóttur sinnar upphátt – „Þetta eru óafturkræf mistök, óafturkræf vanræksla“

Anita hvetur yfirvöld til að segja nafn látinnar dóttur sinnar upphátt – „Þetta eru óafturkræf mistök, óafturkræf vanræksla“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Myndband: Bjarni stígur dans í Malaví

Myndband: Bjarni stígur dans í Malaví
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mikil reiði foreldra í garð bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar vegna myglaðs leikskóla – „Hafið manndóm og kallið til neyðarfundar strax!“

Mikil reiði foreldra í garð bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar vegna myglaðs leikskóla – „Hafið manndóm og kallið til neyðarfundar strax!“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Elliði hrósar Óttari: „Skorið upp herör gegn persónulegum rógburði skautun, strámennsku og öðrum þeim plagsiðum“

Elliði hrósar Óttari: „Skorið upp herör gegn persónulegum rógburði skautun, strámennsku og öðrum þeim plagsiðum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vara við fjárkúgun á netinu – „Það sem þeir sækjast eftir eru myndir af kynfærum eða ámóta myndefni“

Vara við fjárkúgun á netinu – „Það sem þeir sækjast eftir eru myndir af kynfærum eða ámóta myndefni“